Hugur - 01.06.2010, Page 149

Hugur - 01.06.2010, Page 149
Ósamsett vera sem kölluð er sál“ 147 Þótt jafnaðarhugmynd Descartes um skynsemina hafi haft umtalsverð áhrif á kvenfrelsi á þessum tíma7 hafa femínískir heimspekingar lengi haft efasemd- ir um frumspekina sem hún byggist á. Hugmyndir Descartes um skynsemi og hlutlægni grundvallast að þeirra mati á tvíhyggju sálar og h'kama og útilokar því þekkingu sem byggist á reynslunni af h'kamanum, tilfinningum, ástríðunum og þekkingu sem mótast af sögulegu samhengi. Heimspeki í anda skynsemishugtaks Descartes hefúr einnig haft þau áhrif að konur hafa ekki verið taldar færar um að tileinka sér hludæga hugsun vegna tveggja þátta: a) Menningarsögulegra aðstæðna. Röklega séð var ekkert sem kom í veg fyrir það að konur gætu beitt skynsemi sinni, óháð hkama sínum eða sögulegum aðstæðum en raunverulega og sögulega séð var það ólíklegt. Skyldur kvenna til heimilis og fjölslcyldu ásamt því að hafa meginábyrgðina á fyilgun mannkynsins á herðum sér útilokaði konur frá þvf að tileinka sér heimspekilega skynsemi. b) Þeirrar merkingar sem hefur verið lögð í kvenleikann á hverjum tíma.8 Heimspeki Descartes hefur því verið talin hafa lagt grunn að heimspekihefð sem útilokar konur og kvenlega reynslu. Margir femínískir heimspekingar hafa fjallað um þessa heimspekilegu útilokun. Þeirra þekktastir eru Genevieve Lloyd í Man of Reason (1984), Susan Bordo í The Flight to Objectivity (1987) og Rosi Braidotti í Patterns ofDissonance (1991). Þessi verk útlista mismunandi túlkanir á útilokuninni sem felst í kartesískri heimspeki. Þessar túlkanir hafa jafnframt ahar mikilvægt gildi fyrir heimspekihefðina því þær sýna fram á að hún er ekki kynhlutlaus: heimspekileg viðfangsefni og hugtök fá óhka merkingu og gildi þegar þau eru skoðuð út frá femínískri greiningu og áhrifum þeirra á hf og veruleika kvenna. Femínískir heimspekingar hafa einnig bent á fyirveru kvenna í ritaðri heimspekisögu og þar með fjarveru þeirra við ' Kartesisminn barst inn í frönsku salónin frá 1640-1660 sem voru oft staðir þar sem konur stóðu fyrir samsæti og heimspeki var rædd. Salón-konurnar Anne de la Vigne (1634-1684), Marie Dupré og Catherine Descartes (1637-1706) voru þekktar sem fylgjendur Descartes. Konur tóku í auknum mæli þátt í heimspekilegum rökræðum og hin nýja rökhugsun varð umfjöllunarefni kvenna í Ijóðum og skáldskap. Franski heimspekingurinn Franfois Poulain de la Barre (1647-1723) lagði út frá skynsemishugtaki Descartes til að færa rök fyrir jafnrétti kynjanna í ritinu De l'Égalité des Deux Sexes (1673) þar sem hann dró yfirburði karlmanna í efa og sagði að sálin væri af sömu gerð í öllum manneskjum, munurinn á kynjunum væri byggður á utanaðkomandi áhrifum eins og menntun, hefðum og samfélagsstöðu. Ahrif jafnaðarhugmyndar Descartes teygðu sig til Eng- lands og var tekið fegins hendi af kvenheimspekingum og yfirstéttarkonum 17. aldar sem notuðu hana til að færa rök fyrir bættri menntun kvenna og gagnrýna ríkjandi skoðanir um að konur væru minni vitsmunaverur en karlar. Anne Conway (1631-1678), Margaret Cavendish (1623-1673), Mary Astell (1666-1731), Damaris Masham og Catharine Trotter-Cockburn (1679-1749) lásu kenningar Descartes og liéldu því allar fram að samfélagsleg höft og léleg menntun meinuðu konum að skerpa dómgreind sína til jafns við karlmenn. Mary Astell var frumkvöðull á sviði kvenréttindamála í Bretlandi á seinni hluta 17. aldar og notaði hún rök Descartes um jafna skyn- semi til þess að gagnrýna minni möguleika kvenna til menntunar í ritunum A Serious Proposal to the Ladies I og II (1694/1697). 8 Sem sést ef til vill best á því hvemig sumir aðrir heimspekingar lögðu út frá kenningum Des- cartes. Jolin Norris (1657-1711) hélt því fram í ritinu An Essay towards the Theory of the Ideal or Intelligib/e World (1704) að liinn sanni skynsami maður ætti að hefja sig yfir líkamann, tilfinning- arnar, ástríðurnar, efnið og kvenleikann, þar sem hann tilheyrði hinum efnislega heimi. Nicolas Malebranclie (1638-1705) sagði að konur hefðu ekki hæfileikann til þess að he§a sig yfir kvenleik- ann, þær væru eðli sínu samkvæmt ekki færar um óhlutbundna þekkingu eða torsldlin sannindi. Sjá Broad 2002:101-102 og Stuurman 2004: 91.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.