Hugur - 01.06.2010, Side 195

Hugur - 01.06.2010, Side 195
Mælingar og samanburður á löngunum 193 að samanburður á löngunum mismunandi einstaklinga er íyrst og fremst mikil- vægur þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Þar af leiðandi ættum við að gefa því sem hver einstaklingur helst (og síst) vill sama gildi, svo langanir allra fái sama vægi við slíka ákvarðanatöku. Þessi röksemdafærsla fyrir núll-einn reglunni (sem almennri reglu) grefur undan sjálfri sér. Ein af forsendum hennar virðist vera að neikvætt samband sé á milli annars vegar þess gildis sem nytjafall einstaklings eignar þeirri stöðu sem hann er í og hins vegar þess tilkalls sem hann hefúr til gæða samfélagsins. Enda væri annars engin ástæða til að ætla að þeir sem taldir eru hafa almennt sterk- ari langanir fái meira vægi í opinberri ákvarðanatöku. Þá liggur rétdætis- eða sanngirniskrafa að baki hugmyndinni um að koma eins fram við alla. Miðað við áðurnefnda forsendu leiðir núll-einn reglan hins vegar til niðurstaðna sem virð- ast bæði mjög óréttlátar og ósanngjamar. Reglan myndi til dæmis þýða að hinir gráðugu og hugvitssömu hefðu meira tilkall til gæða samfélagsins fyrir það eitt að vera gráðugir og hugvitssamir.35 Því ótrúlegri möguleika sem einstaklingur getur ímyndað sér og þráð,þeim mun lengra mun skipan heimsins eða staða sam- félagsins nefnilega vera frá „efsta sætinu“ í valröð hans, og þeim mun meira tilkall hefitr hann samkvæmt umræddri reglu til gæða samfélagsins. Sem þýðir einmitt að langanir hins ofstækisfúlla fá meira vægi en langanir þess sem er hófsamari.36 Auk þess hafa tilraunir til að færa siðferðileg rök fyrir núll-einn reglunni það vandamál í för með sér að ef við teljum siðferðileg rök hníga að því að við eigum að nota aðferð á borð við núll-einn regluna við að bera saman langanir i og j, sem við gerum og komumst að þeirri niðurstöðu að langanir i eru sterkari en langanir j, þá virðist tilgangslítið að spyrja hvort siðferðileg rök hnígi engu að síður að því að við gerum það sem j langar. Auðvelt er hins vegar að ímynda sér aðstæður þar sem við myndum vilja spyrja shkrar spurningar, jafnvel þótt við vissum að lang- anir i væru sterkari.37 Tilraunir hafa einnig verið gerðar til að rökstyðja núll-einn regluna með hug- takagreiningu. Þekktust er líklega tilraun Daniels M. Hausman sem færir rök fyrir því að það felist í hugtakinu „langanir“ að ef öllum (eða engum) löngunum tveggja einstaklinga er fúllnægt, þá hljóti löngunum þeirra að vera jafn vel fúll- nægt. Því ef löngunum þeirra er ekki jafn vel fúllnægt, hvað gæti þá skýrt þann mun? spyr Hausman.38 Af því leiðir að ef við höldum fast við þá kenningu að velferð felist í uppfyllingu langana og höldum því þar af leiðandi fram að upplýs- ingar um hversu vel löngunum einhvers er fúllnægt sé allt sem skipti máli þegar 35 Peter J. Hammond, „Interpersonal Utility Comparisons: Why and HowThey Are and Should Be Made“, í Jon Elster og John Roemer (ritstj.), lnterpersonal Comparisons ofWell-Being, 216. 36 Athugið þó að þessi rök gegn siðferðisgildi núll-einn reglunnar mætti allt eins nota sem rök gegn siðferðisgildi þeirrar tegundar nytjastefnu sem kveður á um að stjórnvöld eigi að uppfylla langanir þegna sinna eins vel og hægt er. Hið sama á við um þau rök Johns Rawls gegn núll-einn reglunni að hún myndi í mörgum tilfellum leiða til þess að stjórnvöld ættu að ala fólk upp til að liafa lang- anir sem auðvelt er að uppfylla. John Rawls,yí Iheory of Jusrice (Oxford: Oxford University Press, önnur útgáfa 1999), 284. 37 Richard Bradley, „Comparing Evaluations", 90. 38 Daniel M. Hausman, „Tlie Impossibility of Interpersonal Utility Comparisons", og „Tlie Imp- ossibility of Interpersonal Utility Comparisons - A Reply“, Mind 106 (1997).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.