Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 197
Mælingar og samanburður á löngunum
195
er tilbúinn að taka svo að sá kostur sem hann metur mest verði að veruleika
ákvarðast nefnilega ekki einvörðungu af því að um „uppáhaldskost“ viðkomandi
sé að ræða, heldur fer til að mynda einnig eftir því hversu mikið verri hann áh'tur
þann kost vera sem honum finnst næstbestur.41 Loks er óh'klegt að athuganir eða
reynsla muni veita okkur sh'ka réttlætingu, því að það kæmi mjög á óvart ef við
gætum sagt um einhverja einstaldinga að þeir væru undir öhum kringumstæðum
tilbúnir til að taka jafn mikla áhættu til að sá kostur verði að veruleika sem þeir
vilja helst.
Ennfremur leiðir röksemdafærsla Hausmans af eftirfarandi ástæðu ekki til þess
að við neyðumst til að samþykkja að tveir einstaklingar, sem hafa fengið öllum
sínum löngunum fuhnægt, njóti jafn mikillar velferðar, jafnvel þótt við aðhyll-
umst túlkun («) (sjá 1.1.). Röksemdafærsla Hausmans gengur út á að benda á að
andstæða þess sem hann vih sýna fram á stangist á við aðrar hugmyndir okkar.
Hann setur fram þá tUgátu að tveir einstaklingar sem hafa fengið öUum sínum
löngunum fuUnægt njóti ekki jafn mikiUar velferðar. Samkvæmt umræddri kenn-
ingu um velferð gæti ekkert skýrt muninn á velferð þeirra, sem virðist ótrúlegt og
jafnvel mótsagnarkennt því að við lítum aUa jafna svo á að ef tveir einstaklingar
eru frábrugðnir hvor öðrum að einhverju leyti, þá hljóti með einhverjum hætti
að vera hægt að skýra þann mun. Af því dregur Hausman þá ályktun að ef við
viljum halda fast í þá kenningu að velferð fehst í uppfyUingu langana neyðumst
við til að faUast á að tveir einstaldingar sem hafa fengið öUum löngunum sínum
fullnægt hljóti að njóta jafn mikiUar velferðar.42 Við gætum hins vegar aUt eins
dregið eftirfarandi ályktun af röksemdafærslunni. Eins og Hausman höfnum við
tilgátunni. En í stað þess að draga þá ályktun að hún sé ðsönn og að andstæða
hennar hljóti að vera sönn, drögum við þá ályktun að hún sé merkingarlaus í þeim
skUningi að við getum ekkert fuUyrt um sannleiksgildi hennar, þar sem engin leið
er að lýsa ímynduðum heimi þar sem hún er sönn og útskýra hvernig sá heimur
væri frábrugðinn heimi þar sem hún er ósönn. Miðað við allt sem á undan hefur
verið sagt um að ekki sé hægt að lesa af atferU einhvers hversu vel kostur fullnægir
löngunum hans, virðist mér þetta vera fullkomlega eðlUeg ályktun.
Loks grefur það endanlega undan núU-einn reglunni, sama hvers konar rök við
færum fyrir henni, að hún krefst þess að valraðir einstaklinga séu takmarkaðar (e.
bounded) að því leyti að þær hafi bæði upphaf og endi. Enda væri annars marklaust
að tala um þann kost sem einstaklingur helst og síst viU að verði að veruleika. Eins
og Richard Bradley hefur bent á er hugmyndin um takmarkaðar vahaðir mjög
mótsagnarkennd.431 fyrsta lagi krefst hún þess að ef sá kostur sem trónir á toppi
valraðar einhvers er X, þá muni viðkomandi ekki vilja og velja X* (sem vísar til X
að viðbættu tilteknu magni af þeim gæðum sem viðkomandi metur mest) frekar
en X, þótt honum standi kostirnir tveir til boða. Eina leiðin til þess að gera sHkar
langanir skynsamlegar er að gefa sér að langanir viðkomandi séu seðjandi (e. sa-
tiable), sem er væntanlega ekki satt um aUa einstakUnga (en þarfnast að sjálfsögðu
41 Richard Bradley, „Comparing Evaluations“, 97.
42 Daniel M. Hausman, „Tlie Impossibility of Interpersonal Utility Comparisons".
43 Richard Bradley, „Comparing Evaluations", 97-98.