Hugur - 01.06.2010, Page 204

Hugur - 01.06.2010, Page 204
202 Atli Harðarson staðsett á fjóra mismunandi vegu. Þótt hugmyndin um þessa skiptingu sé sótt til Damasio og Aristótelesar er hún mín eigin einföldun á því sem þeir segja í löngu máli. Innst er sá hluti sem er sameiginlegur stórum hluta lífríkisins, næst sá sem er sameiginlegur mönnum og skyldum dýrum og svo sá sem er sérstakur fyrir mennina. Sérmannlegi hlutinn felur í sér mál og hæfileika til að hugsa í orðum og hann er tengdur við heim hugmynda og menningar sem er miðlað í orðum, myndum, hátterni og leikjum, kenndur í skólum, prentaður í bækur, geymdur á vefsíðum, brenndur á diska o.s.frv. Þessi hugmyndaheimur er táknaður með hring upp af mannshöfðinu. 2. Sjálfið sem hugarburður Stór hluti af heimspekilegum skrifum um sjálfið gerir ráð fyrir að það sé aðeins til sem hugarburður, sjálf manns sé aðeins sjálfsmynd hans eða það sem hann sjálfúr heldur um sig. Kristján Kristjánsson (2010, bls. 18-19) segif að hugmyndir í þessa veru séu ríkjandi í fræðilegri umræðu um sjálfið. Þeir sem álíta að sannleikurinn um sjálf manns snúist aðeins um hvað hann álítur, heldur, telur eða hugsar um sjálfan sig staðsetja sjálfið eins og gert er á mynd 1 eða 2.1 þessum flokki eru allmargir heimspekingar sem hafa orðið fyrir áhrifum af kenningum Georgs Hegel, t.d. Englendingurinn Michael Oakeshott og Kanadamaðurinn Charles Taylor. Eins og ég hef þegar skýrt er ekki augljóst að allar svona kenningar séu eiginlegar hughyggjukenningar, þótt sumir talsmenn þeirra, eins og Oakeshott, séu vissulega hallir undir hughyggju í anda Hegels. I grein frá árinu 1972 sem heitir „Education: The Engagement and its Frustra- tion“ orðar Oakeshott (1989, bls. 64) þetta svo að manneskjur séu það sem þeim sjálfum skilst að þær séu, þær séu algerlega myndaðar af því sem þær trúa um sjálfar sig og þann heim sem þær byggja. I frægri bók sem út kom árið 1989 og heitir Sources of the Self The Making of the Modern Identity lýsir Taylor því hvernig sjálfsmynd Vesturlandabúa er afsprengi hugmyndasögunnar og fjallar um sjálf okkar eins og það sé myndað úr skoð- unum, hugmyndum og kenningum sem mótast hafa í aldanna rás. Þótt sjálfið sem Taylor lýsir sé ekki ofið úr öðru efni en hugsunum er samt langt frá því að hann telji einstaklinga geta mótað sjálf sitt að geðþótta. Hafi Taylor lög að mæla erum við inn við beinið afsprengi langrar sögu kristindóms, upplýsingar, róm- antíkur, módernisma og alls konar umbrota í hugmyndaheiminum. Sjálfið sem hann lýsir er því fremur staðsett eins og á mynd 2 en eins og á mynd 1 því hann gerir ráð fyrir að hugmyndir, sem eiga sér tilveru óháð einstaklingnum, séu hluti af sjálfi hans. Það gildir um þá báða, Oakeshott og Taylor, að þótt þeir álíti sannleikann um hvernig við erum inn við beinið snúast um hvernig við hugsum telja þeir að hann sé ekki bara um hvernig við kjósum að hugsa þá stundina heldur a.m.k. öðrum þræði um hvernig okkur er óhjákvæmilegt að hugsa. Þeir áh'ta að vísu að hugmyndirnar sem mynda sjálfið breytist með breyttum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.