Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 204
202
Atli Harðarson
staðsett á fjóra mismunandi vegu. Þótt hugmyndin um þessa skiptingu sé sótt til
Damasio og Aristótelesar er hún mín eigin einföldun á því sem þeir segja í löngu
máli. Innst er sá hluti sem er sameiginlegur stórum hluta lífríkisins, næst sá sem
er sameiginlegur mönnum og skyldum dýrum og svo sá sem er sérstakur fyrir
mennina. Sérmannlegi hlutinn felur í sér mál og hæfileika til að hugsa í orðum
og hann er tengdur við heim hugmynda og menningar sem er miðlað í orðum,
myndum, hátterni og leikjum, kenndur í skólum, prentaður í bækur, geymdur á
vefsíðum, brenndur á diska o.s.frv. Þessi hugmyndaheimur er táknaður með hring
upp af mannshöfðinu.
2. Sjálfið sem hugarburður
Stór hluti af heimspekilegum skrifum um sjálfið gerir ráð fyrir að það sé aðeins til
sem hugarburður, sjálf manns sé aðeins sjálfsmynd hans eða það sem hann sjálfúr
heldur um sig. Kristján Kristjánsson (2010, bls. 18-19) segif að hugmyndir í þessa
veru séu ríkjandi í fræðilegri umræðu um sjálfið.
Þeir sem álíta að sannleikurinn um sjálf manns snúist aðeins um hvað hann
álítur, heldur, telur eða hugsar um sjálfan sig staðsetja sjálfið eins og gert er á
mynd 1 eða 2.1 þessum flokki eru allmargir heimspekingar sem hafa orðið fyrir
áhrifum af kenningum Georgs Hegel, t.d. Englendingurinn Michael Oakeshott
og Kanadamaðurinn Charles Taylor. Eins og ég hef þegar skýrt er ekki augljóst
að allar svona kenningar séu eiginlegar hughyggjukenningar, þótt sumir talsmenn
þeirra, eins og Oakeshott, séu vissulega hallir undir hughyggju í anda Hegels.
I grein frá árinu 1972 sem heitir „Education: The Engagement and its Frustra-
tion“ orðar Oakeshott (1989, bls. 64) þetta svo að manneskjur séu það sem þeim
sjálfum skilst að þær séu, þær séu algerlega myndaðar af því sem þær trúa um
sjálfar sig og þann heim sem þær byggja.
I frægri bók sem út kom árið 1989 og heitir Sources of the Self The Making of the
Modern Identity lýsir Taylor því hvernig sjálfsmynd Vesturlandabúa er afsprengi
hugmyndasögunnar og fjallar um sjálf okkar eins og það sé myndað úr skoð-
unum, hugmyndum og kenningum sem mótast hafa í aldanna rás. Þótt sjálfið
sem Taylor lýsir sé ekki ofið úr öðru efni en hugsunum er samt langt frá því að
hann telji einstaklinga geta mótað sjálf sitt að geðþótta. Hafi Taylor lög að mæla
erum við inn við beinið afsprengi langrar sögu kristindóms, upplýsingar, róm-
antíkur, módernisma og alls konar umbrota í hugmyndaheiminum. Sjálfið sem
hann lýsir er því fremur staðsett eins og á mynd 2 en eins og á mynd 1 því hann
gerir ráð fyrir að hugmyndir, sem eiga sér tilveru óháð einstaklingnum, séu hluti
af sjálfi hans.
Það gildir um þá báða, Oakeshott og Taylor, að þótt þeir álíti sannleikann um
hvernig við erum inn við beinið snúast um hvernig við hugsum telja þeir að hann
sé ekki bara um hvernig við kjósum að hugsa þá stundina heldur a.m.k. öðrum
þræði um hvernig okkur er óhjákvæmilegt að hugsa.
Þeir áh'ta að vísu að hugmyndirnar sem mynda sjálfið breytist með breyttum