Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 205
Inn við beinið
203
tíðaranda. En þeir virðast samt báðir telja að menn hljóti að hafa skoðanir sem
mynda einhvers konar kjarna eða sjálf sem er lítt breytilegt frá degi til dags.
Sumir aðrir sem staðsetja sjálfið eins og á mynd 1 eða 2 gera hins vegar ráð fyrir
að það sé heldur ístöðulaust. Þannig áleit Bandaríkjamaðurinn Richard Rorty
t.d. að einstaklingur væri fær um að valda róttækum breytingum á sínu eigin
sjálfi með því einu að orða ævisögu sína upp á nýtt (Jopling, 2000, bls. 133-4).
Onnur athyglisverð kenning um ístöðulaust sjálf er sett fram og skýrð í bókinni
The Saturated Self: Dilemmas of Identity in Gontemporary Life eftir landa Rortys,
sálfræðinginn Kenneth J. Gergen.
I þessari bók, sem kom fyrst út árið 1991 og var endurútgefin árið 2000, segir
Gergen að tvenns konar orðaforði um sjálfið hafi mótað hugmyndir manna á
20. öld. Önnur gerðin, sem rekja má til rómantísku stefunnar, eignar hverjum
einstaklingi djúpar tilfinningar, sköpunargáfu og siðferðilegan styrk. Hin gerð-
in er, eftir því sem Gergen segir, afsprengi módernismans sem leggur áherslu
á skynsemi, meðvitaðar skoðanir, heiðarleika og reglusemi. Þessar tvenns konar
hugmyndir um sjálfið segir hann að séu nú á undanhaldi, einkum vegna félags-
legrar mettunar (e. social saturatiorí) sem er í því fólgin að fyrir tilstilli nútíma-
samskiptatækni sé hugur einstaklingsins fullur af ósamstæðum og ósamhljóða
röddum alls mannkyns sem fá hann til að leika svo mörg og sundurleit hlutverk
að hann hættir að vera sjálf með þekkjanleg einkenni. Gergen orðar þetta svo að
þegar sjálfið mettast hætti það að vera eiginlegt sjálf (Gergen 2000, bls. 6-7).
Hann skýrir þessa meginkenningu sína á nokkrum stöðum í bókinni og segir
m.a. að eftir því sem leið á 20. öldina hafi röddum í huga hvers einstaklings fjölgað
(Gergen, 2000, bls. 71). Afleiðing þessa er að mati Gergens (2000, bls. 80 og bls.
225) að menn geta ekki lengur haldið sig við neinn einn sjálfsskilning og þar með
ekki heldur haft sjálf í skilningi rómantíkurinnar eða módernismans - möguleik-
inn á að vera eitthvað ákveðið af fullri einlægni verði því fjarlægur.
Lýsingar Gergens á breyttu menningarástandi eru á köflum nokkuð ýkju-
kenndar og hann blandar saman við þær góðum skammti af pósmódernískum
ólíkindalátum. Meðal annars heldur hann því fram að ást foreldra á börnum sín-
um og sorg ef þau deyja séu afsprengi hugsunarháttar sem á sér skamma sögu;
að hlutlægur sannleikur og skynsemi séu með einhverjum hætti úr sögunni; hug-
tökin satt og ósatt eigi ekki lengur við né heldur greinarmunurinn á hugsun og
veruleika (Gergen 2000, bls. 12-13, bls. 89-94, bls. 101-103, bls. 187). Sumt af þessu
dregur hann svo að einhverju leyti til baka undir lok bókarinnar þar sem hann
viðurkennir að þessi póstmóderníski æringjaháttur geti ekki þrifist nema sem
andóf og þurfi því að hafa einhverja trú á skynsemi og sannleika til að hrópa gegn
(Gergen 2000, bls. 194 og bls. 247).
Þar sem Gergen áh'tur að sjálfið sé ekkert nema sjálfsmynd sem breytist auð-
veldlega fyrir áhrif frá fjölmiðlum og kynnum af ólíku fólki telur hann að hvernig
fólk er inn við beinið sé allt á hverfanda hveli nú um stundir. Hann skýrir þó ekki
hvers vegna fólk sem þekkir til margs konar menningar, hefur til dæmis víða farið
eða margt lesið, virðist ekki síður hafa stöðugt sjálf en þeir sem eru heimaaldir
að öllu leyti. Að mínu viti er kenning hans því ekki mjög sennileg. Hann skýrir