Hugur - 01.06.2010, Page 207
Inn við beinið
205
mál. (Seinna í myndinni áttar Göran sig svo á því að hann getur engan vegin sætt
sig við hegðun Lenu.)
Ef við fylgjum hversdagslegri málvenju segjum við að þótt Göran hafi talað
um opið samband eins og það væri vel ásættanlegt hafi hann verið ósáttur við það
innst inni eða inn við beinið. Það passar engan veginn við venjulega merkingu
orðanna að segja að þótt honum hafi orðið óglatt af að hlusta á frásögn Lenu
hafi hann innst inni verið sáttur við það sem hún gerði. Við sjáum af þessu dæmi
að sjálfshugtakið sem samsvarar notkun orðasambandanna innst inni og inn við
beinið nær yfir eitthvað meira en skoðanir manns, meðvitaðar hugmyndir eða
kenningar sem hann aðhyllist.
Það er hægt að búa til margar sögur sem eru að því leyti líkar sögunni af Göran
að skoðanir sem maður hefur og áh'mr sannar stangast á við geðshræringar hans
og k'kamleg viðbrögð. Þegar við veltum svona sögum fyrir okkur virðist niðurstað-
an alltaf sú sama, að geðshræringarnar séu traustari heimild um hvernig maður er
inn við beinið heldur en einberar skoðanir og hugsanir sem eru sambandslausar
við magann og þann hluta hugans sem er sameiginlegum mönnum og dýrum.
I ljósi þessa getum við ef til vill svarað þeim tvenns konar efasemdum sem
viðraðar voru í 1. kafla. Þetta voru efasemdir um að tal um sjálfið, eða um það
hvernig einhver er innst inni, tjái nein sannindi. Ef þeir sem halda fram svona
efasemdum hefðu síðasta orðið þá gæti það sem gerist í kviðarhoH manns varla
sett því miklar skorður hvað hægt er að segja um sjálf hans - þá hefðum við með
öðrum orðum frjálst val um hvort við teldum að það sem Göran sagði eða upp-
reisnin sem maginn í honum gerði væri trúverðugri vitnisburður um hvað honum
þótti innst inni.
Efasemdirnar áttu að sýna að munurinn á því sem er innst inni, eða inn við
beinið, og því sem er það ekki, væri hreinn tilbúningur alls óháður því hvernig
fólk er í raun og veru. En sagan af Göran sýnir að það er innifalið í merkingu
þessara orðasambanda að þau eiga við sumt sem bærist innra með fólki en ekki
annað - í þessu tilviki geðshræringu en ekki en ekki meðvitaða skoðun.
Þessi fremur einföldu sannindi um merkingu orða hrekja bæði efasemdirnar
sem voru orðaðar í 1. kafla og kenningarnar um sjálfið sem settar voru fram í
2. kafla og samsvara myndum númer 1 og 2.
En hvað þá um myndir 3 og 4? Skyldu þær vera réttar?
Áður en ég reyni að svara því ætla ég að staldra ögn lengur við söguna af Göran.
Hann hélt að sér þætti opið samband vera hið besta mál en honum skjátlaðist.
Skilningur hans á eigin sjálfi var takmarkaður. Senan út Tillsammans sýnir því
ekki aðeins að geðshræringar manns vitni um hvernig hann er inn við beinið.
Hún minnir h'ka á að ef eitthvað þessu líkt á sér stað í veruleikanum þá fær einföld
hughyggja um sjálfið ekki staðist, því hún útilokar að sjálfsblekking af þessu tagi
sé möguleg.
I bók sinni The Self andIts Emotions ræðir Kristján Kristjánsson (2010, bls. 37)
þetta vandamál einfaldrar hughyggju og rökstyður að hún geti trauðla eða ekki
gert grein fyrir sjálfsblekkingu eða vanþekkingu manns á eigin sjálfi. Fleiri hafa
andmælt bæði einfaldri hughyggju og fleiri kenningum sem staðsetja sjálfið eins