Hugur - 01.06.2010, Page 207

Hugur - 01.06.2010, Page 207
Inn við beinið 205 mál. (Seinna í myndinni áttar Göran sig svo á því að hann getur engan vegin sætt sig við hegðun Lenu.) Ef við fylgjum hversdagslegri málvenju segjum við að þótt Göran hafi talað um opið samband eins og það væri vel ásættanlegt hafi hann verið ósáttur við það innst inni eða inn við beinið. Það passar engan veginn við venjulega merkingu orðanna að segja að þótt honum hafi orðið óglatt af að hlusta á frásögn Lenu hafi hann innst inni verið sáttur við það sem hún gerði. Við sjáum af þessu dæmi að sjálfshugtakið sem samsvarar notkun orðasambandanna innst inni og inn við beinið nær yfir eitthvað meira en skoðanir manns, meðvitaðar hugmyndir eða kenningar sem hann aðhyllist. Það er hægt að búa til margar sögur sem eru að því leyti líkar sögunni af Göran að skoðanir sem maður hefur og áh'mr sannar stangast á við geðshræringar hans og k'kamleg viðbrögð. Þegar við veltum svona sögum fyrir okkur virðist niðurstað- an alltaf sú sama, að geðshræringarnar séu traustari heimild um hvernig maður er inn við beinið heldur en einberar skoðanir og hugsanir sem eru sambandslausar við magann og þann hluta hugans sem er sameiginlegum mönnum og dýrum. I ljósi þessa getum við ef til vill svarað þeim tvenns konar efasemdum sem viðraðar voru í 1. kafla. Þetta voru efasemdir um að tal um sjálfið, eða um það hvernig einhver er innst inni, tjái nein sannindi. Ef þeir sem halda fram svona efasemdum hefðu síðasta orðið þá gæti það sem gerist í kviðarhoH manns varla sett því miklar skorður hvað hægt er að segja um sjálf hans - þá hefðum við með öðrum orðum frjálst val um hvort við teldum að það sem Göran sagði eða upp- reisnin sem maginn í honum gerði væri trúverðugri vitnisburður um hvað honum þótti innst inni. Efasemdirnar áttu að sýna að munurinn á því sem er innst inni, eða inn við beinið, og því sem er það ekki, væri hreinn tilbúningur alls óháður því hvernig fólk er í raun og veru. En sagan af Göran sýnir að það er innifalið í merkingu þessara orðasambanda að þau eiga við sumt sem bærist innra með fólki en ekki annað - í þessu tilviki geðshræringu en ekki en ekki meðvitaða skoðun. Þessi fremur einföldu sannindi um merkingu orða hrekja bæði efasemdirnar sem voru orðaðar í 1. kafla og kenningarnar um sjálfið sem settar voru fram í 2. kafla og samsvara myndum númer 1 og 2. En hvað þá um myndir 3 og 4? Skyldu þær vera réttar? Áður en ég reyni að svara því ætla ég að staldra ögn lengur við söguna af Göran. Hann hélt að sér þætti opið samband vera hið besta mál en honum skjátlaðist. Skilningur hans á eigin sjálfi var takmarkaður. Senan út Tillsammans sýnir því ekki aðeins að geðshræringar manns vitni um hvernig hann er inn við beinið. Hún minnir h'ka á að ef eitthvað þessu líkt á sér stað í veruleikanum þá fær einföld hughyggja um sjálfið ekki staðist, því hún útilokar að sjálfsblekking af þessu tagi sé möguleg. I bók sinni The Self andIts Emotions ræðir Kristján Kristjánsson (2010, bls. 37) þetta vandamál einfaldrar hughyggju og rökstyður að hún geti trauðla eða ekki gert grein fyrir sjálfsblekkingu eða vanþekkingu manns á eigin sjálfi. Fleiri hafa andmælt bæði einfaldri hughyggju og fleiri kenningum sem staðsetja sjálfið eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.