Hugur - 01.06.2010, Page 210
208
Atli Harðarson
Geðshræringar eru ekki aðeins gegnumgangandi um öll lög sálarinnar og hug-
myndaheiminn eins og sýnt er á mynd 4 heldur líka í samskiptum manna og
siðferði. Þær eru bæði þvers og kruss á mannlífið eins og það leggur sig.
Hvað þýðir þetta fyrir sjálfsþekkingu og sjálfsblekkingu?
4. Sjálfsþekking
I áðurnefndri bók sinni, Se/f-knowledge and the self ræðir Jopling um sjálfsþekk-
ingu. Meðal þess sem hann segir er að sjálfsþekking sé:
1. Nátengd siðferði manns. Sá sem býr yfir sjálfsþekkingu kvað t.d. gera sér
grein fyrir eigin siðferði, stefnu sinni í h'finu og hvaða gildi skipta hann mestu
máli (Jopling 2000, bls. 2).
2. Ekki sjálfgefin heldur eitthvað sem menn verða að ávinna sér (Jopling 2000,
bls. 31).
3. Olík t.d. vísindalegri þekkingu að því leyti að hún hljóti að vera, „í fyrstu
persónu“ og hafa áhrif á hegðun manns (Jopling 2000, bls. 11, bls. 43-5 og
bls. 63).
Tilgátan um að sjálfið sé tilhneigingar til geðshræringa samrýmist vel atriðum
númer 1 og 2, a.m.k. ef gert er ráð fyrir að siðferði manns sé meðal annars í því
fólgið hvað vekur honum stolt og skömm, andúð og samúð o.s.frv.
Það er ekki auðvelt að átta sig á öllu því sem Jopling segir um atriði númer 3.
Kenning hans um að sjálfþekking sé bundin sjónarhorni fyrstu persónu virðist
fela í sér að sá sem hefur sjálfsþekkingu viti eitthvað um sjálfan sig sem aðrir geta
ekki vitað.
Ég geri mér ekki grein fyrir hvort það er rétt sem Jopling segir að sjálfsþekk-
ing sé óhk annarri þekkingu með þessum hætti og treysti mér ekki til að fullyrða
meira en að hún sé frábrugðin annarri þekkingu vegna þess hvernig hún breytir
manni. Þegar maður aflar sér sjálfsþekkingar breytist sjálf hans því vitneskja um
eigin geðshræringar breytir þeim, a.m.k. stundum.
Það er gömul trú að þroski manns velti meir á sjálfsþekkingu en annars konar
þekkingu. Þeir fornmenn sem rituðu „þekktu sjálfan þig“ á hof Apollons í Delfí
hafa sjálfsagt trúað þessu. Þessi trú er skiljanleg í ljósi þess að þroski hlýtur að vera
að einhverju leyti fólginn í breytingum sem verða á manni vegna aukinnar þekk-
ingar eða dýpri skilnings. Sjálfum þykir mér þessi trú heldur sennileg, en verð að
viðurkenna að ég kann ekki að skýra hana eða rökstyðja betur en hér hefur verið
gert með afar ófullkomnum hætti.
*
Þegar rætt er um sjálfsþekkingu er freistandi að hugsa sem svo að hún fjalli um
mjög afmarkað efni, nefnilega innræti eins manns. En vegna þess hvernig geðs-
hræringar eru gegnumgangandi í mannh'finu er þekking manns á eigin stolti og