Hugur - 01.06.2010, Page 215
Ritdómar
213
á íslenskar bókmenntir á miðöldum sem
hluta af hinum norsku, að minnsta kosti
að því leyti sem Norðmenn gerðu hin-
um íslensku skáldum kleift að yrkja og
skrifa.
Afstaða Gunnars er sérstaklega sann-
færandi þegar hann bendir á að í fornöld
og á miðöldum, allt frá landnámi Islands
og síðar, þá vísi orðið „Norðmaður“ ekki
einungis til þess fólks sem bjó í Noregi
heldur einnig til þeirra sem fluttust frá
Noregi og settust að á Bretlandseyj-
um, Færeyjum, Grænlandi og íslandi.
íslendingar kenndu sig þannig við sitt
heimahérað frekar en að vísa til sín sem
íslendings - þ.e. sem hluta af einhverri
tiltekinni þjóð. Island til forna var ekki
íslenskt menningarsamfélag heldur hluti
af norrænni menningu sem ekki er hægt
að aðskilja með eins þröngum hætti og
almennt er gert.
Gunnar bendir einnig á að latnesk
menning hafi jafnvel verið orsök þeirrar
kveðskapar- og bókmenntahefðar sem
leit dagsins ljós upp úr fyrri siðaskiptum.
Latínan var lengi vel það tungumál sem
menntaðir Islendingar nýtm til sam-
skipta við aðrar þjóðir en hún var einn-
ig bókmenntamál í kristnum löndum
og er ef til vill nauðsynleg þeirri þróun
bókmenntaformsins sem átti sér stað á
íslandi. A sama hátt má heldur ekki líta
framhjá áhrifum dönskunnar á íslenska
bókmenntasögu. Gunnar áréttar að rit-
höfundar eins og Jóhann Sigurjónsson
og Gunnar Gunnarsson skrifuðu á
dönsku (og jafnvel með danska borgara í
huga sem sinn lesendahóp!) en þó lítum
við á verk þeirra sem hluta af okkar bók-
menntaarfi. I framhaldi af þessu varpar
Gunnar fram þessari áleitnu spurningu:
„Hefðu þeir getað skrifað þessi verk á Is-
landi?“ Slíkar hugleiðingar hljóta að gefa
okkur tilefni til að efast um að landamæri
bókmennta og menningar séu eins slfyr
og afmörkuð og viðteknar hugmyndir
vilja vera láta.
Gunnar gagnrýnir einnig hugmyndina
um sögulega þróunarhyggju — að venjur
og hefðir ákveðins samfélags varðveit-
ist og skapi vettvang þar sem tungumál
og menning endurnýjast. Hvert menn-
ingarsamfélag er sérstætt og hefur sín
eigin viðmið og gildi. Þetta útilokar
hugmyndina um að til séu algild viðmið
sem allir einstaklingar eiga sameiginleg.
Hver menningarheimur fyrir sig þróast
hægt og samfefit í gegnum tímann út
frá sínum eigin sérstöku upptökum. Það
er bæði takmarkandi og viOandi að líta
á tfitekna menningu með þessum hætti.
Menningarsagan er ekki, í orðum Gunn-
ars, „innri samfella í mynd þróunar og
þroska“ heldur markast hún af rofi og
innleiðingu nýrra hugmynda sem eiga
upptök sín í ólíkum menningarsamfélög-
um. Við verðum því að vera opin fyrir
þeirri hugmynd að ytri áhrif hafi haft
og hafi enn mun meiri áhrif á menningu
okkar en við höfum vfljað viðurkenna.
I viðauka bókarinnar tekur Gunnar
fram að við verðum að forðast aðferða-
fræðina sem hann gagnrýnir í þessari
bók ef við vfljum í raun forðast algengan
en misvísandi skflning á menningar- og
bókmenntasögu Islands. Það er afar vfll-
andi að gefa sér að þessi hugmyndasaga
sé séríslensk, það þarf frekar að skoða
hana í víðara menningarsamhengi og
hafna þeirri hugmynd að samfélagið
þróist út frá sjálfstæðum gfldum og for-
sendum. Þessi afstaða er bæði skýr og
sannfærandi. Eg hafði einstaklega gam-
an af því að lesa bókina og fannst hún
áhugaverð. Það ætti heldur ekki að fara
fram hjá neinum að hún á augljóst erindi
við íslenskt samfélag dagsins í dag, þar
sem íslendingar ættu að stunda annars
konar sjálfskoðun en þá sem höfð hef-
ur verið í heiðri hingað tfl og leitt hefur
tfl stærilætis og hroka gagnvart öðrum
þjóðum.
Nanna Teitsdóttir