Hugur - 01.06.2010, Side 218

Hugur - 01.06.2010, Side 218
2IÓ Ritdómar á þessu rúmlega 300 blaðsíðna þétt skrif- aða verki. Myndin af Marx þar sem hann gnæfir yfir sem skuggi eða vofa og horfir yfir Austurvöllinn í átt að Alþingishús- inu er í uppáhaldi hjá mér. Textum erlendu höfundanna ætla ég að láta lesendum eftir að rýna í og læt nægja að fagna þýðingunum en vil þó nefna að mér þykir vel hafa tekist til. Sérstaklega langar mig að nefna hugtakið ávarp sem þýðingu á hugtaki Althussers interpella- tion sem er að mínu mati mjög lýsandi og hittir vel í mark. Sú er ekki alltaf raunin með íslenskar þýðingar á alþjóðlegum hugtökum en nóg um það. Eg tel mikinn feng að þessari innreið róttækrar fræði- mennsku inn í íslenskt fræðasamfélag, sérstaklega í ljósi niðurstaðna siðfræði- kaflans í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt var í apríl 2010 sem var áfellisdómur yfir háskólasamfélaginu hér á landi. Siðfræðinefndin komst að þeirri niðurstöðu að háskólasamfélagið hafi að mörgu leyti brugðist hlutverki sínu sem fræðileg, greinandi, gagnrýnin rödd í þjóðfélagsumræðu á Islandi í aðdraganda fjármálahrunsins. Greinarnar í Af marxisma eru skrifaðar út frá bókmenntafræði, heimspeki og sögu. Verkið er í heild gagnrýnin greining á menningu og stjórnmálum híns vest- ræna heims sem einkennast af síðkapítal- isma og síðnýlendustefnu. Höfúndar taka til umfjöllunar stöðu sjálfsverunnar m.a. í ljósi möguleika á aðgerðum, uppreisn og sjálfstæðri gagnrýni í heimi sem er gegnsýrður af forræði og hugmyndafræði hnattræns síðkapítalisma. Flestar grein- arnar tala inn í fræðilega umræðu sem einkennist af póststrúktúralisma með til- heyrandi andeðlishyggju, afstæðishyggju og afbyggingu hinnar borgaralegu sjálfs- veru en þó út frá gagnrýnu sjónarhorni. Ákveðin óánægja hefur verið meðal vinstrisinnaðs fræðafólks undanfarin ár með það sem hefur verið talið aðgerða- lamandi þáttur póststrúktúralískra eða póstmódernískra fræða og heimspeki. Höfundar greinanna í bókinni Af marx- isma skrifa margir út frá póst-maix- ískri nálgun, þ.e. þeir eru undir miklum áhrifum póststrúktúrah'skrar gagnrýni á vestræna heimspekihefð en virðast þó vilja komast handan póstmódernismans og skapa rými fyrir róttæka gagnrýni. Á þeim tímum kaldhæðni, vonleysis, kreppu og vantrausts á stjórnmálum og stjórnmálamönnum sem er einkennandi fyrir íslenskan veruleika í dag er hress- andi að lesa róttæka samfélagsgreiningu á borð við þá sem birtist í Af marxisma. Hana má túlka sem tilraun til að komast í gegnum órana (e. traverse the fantasy) sem breiða yfir það raunverulega óréttlæti og þá kúgun sem ráðandi kerfi er valdur að, eins og slóvenski samfélagsrýnirinn og heimspekingurinn Slavoj Zizek hefur fjallað um í sínum verkum. Einnig er það flott framtak að þýða verk höfunda á borð við Althusser, Jameson, Badiou og Negri sem hafa verið áhrifamiklir í fræðaheim- inum undanfarin ár og er það tímabært að kynna þessa hugsuði fyrir íslenskum lesendum jafnt innan akademíunnar sem utan. Alltaf er þó hægt að gera betur. Að mínu mati hefði hlutur kvenna mátt vera meiri, aðeins ein kona er meðal þeirra sem koma að bókinni. Fræðikonur á borð við Donnu Haraway (sem Anna Björk nefnir í sinni grein), Chantal Mouffe,1 Gaytari Spivak, Judith Butler og Nancy Fraser hafa t.d. allar skrifað sig inn í áðurnefnda hefð innan hug- og félags- vísinda. Þær taka allar mið af marxískri greiningu og hafa skapað sér stórt nafn innan hins alþjóðlega fræðaheims. Þær eiga ekki síður erindi við íslenska lesend- ur, en það er verkefni sem bíður að þýða og kynna þær hér á landi. Að lokum þetta: Afram með róttæka heimspeki á íslensku, sú heimspeki sem ekki gagnrýnir ríkjandi ástand með því órétdæti sem því fylgir styður óbeint við það! Valgerður Pálmadóttir 1 Greinin „Til varnar ágreiningslíkani um lýðræði" eftir Chantal Mouffe birtist í Hug 2004 í þýð- ingu Viðars Þorsteinssonar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.