Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 71
AF HEIMSVELDUM AUÐMAGNS OG ALMÚGA ...
Spumingin er þá kannski sú, hvað leggja nýmarxistarnir til, hvað ber
að gera svo spurt sé eins og praktíserandi byltingarmaður gerði einu
sinni og setti á bók. Það er þarna sem höfundarnir koma á óvart; það er
ekki hvatt til byltingar í hinum klassíska uppreisnaranda; vissulega á að
taka aftur það sem af almúganum hefur verið tekið, en munurinn liggur
í aðferðinni. Það má kannsld segja að í stað þess að standa fyrir blóðugri
byltingu felist hún í því að skapa nýja tilveru, öðlast þekkingu og ná valdi
innan þess tíma sem það getur gerst (Hardt/Negri 2000: 407-413).
Hardt og Negri vísa með þessu aftur til hugmynda í húmanisma Endur-
reisnarinnar og verður að segja að framkvæmd þessarar nýju „byltingar11
minnir fremur á heimspeki Johns Lennons í „All You Need is Love“ og
„Imagine“. Hugmynd þeirra- um félagsmálafulltrúann eða félagsráð-
gjafann (e. social worker) sem verkefnisstjóra eða viðmið slíkrar byltingar
er ekki tdl þess fallin að valda mikilh skelfingu hjá borgarastéttmni hvað
þá í hópum harðra frjálshyggjumanna (Hardt/Negri 2000: 410).
Það er spurning hvort um sé að ræða flótta frá útópíu byltingarinnar,
eða jaínvel nýja og býsna borgaralega mynd af gæðasál Viktoríutímans
sem vaxrn að góðgerðastarfsemi og viðhélt fátækt almúgans þar með. A
hinn bóginn má skoða þetta sem höfnun á útópítmni og afturhvarf til
raunverulega kristinna gilda, gagnstæðum heiðni kapítalsins. En þá ber
einnig að líta á skilgreiningu Deleuze og Guattari á útópíu, ekki sem
ástand heldur sem óaðskiljanlegan þátt hinnar endalausu hreyfingar
hugsunarinnar: „Uppruni orðsins [útópíu] felur í sér hina algjöru afsvæð-
ingu, og ævinlega á þeim krítíska punkti þar sem útópían tengist hinu tdl-
tekna og fyrirliggjandd samfélagi og þá fyrst og fremst þeim kúguðu öfl-
um sem í því búa. Hugtak staðleysingjans Samuels Butlers „Erewhon“
vísar ekki einungis til „No-where“, Hvergi, heldur einnig til „Now-
here“ eða Hér-og-Nú“ (Deleuze/Guattari 2000: 115).
Kommúnismi Hardts og Negris snýr aftur til frumgerðarinnar með því
ganga inn í kristna hugmyndafræði, rétt eins og Marx sem í raun þýddi
hana inn í grjótharða greiningu sína á kapítalísku samfélagi. Frasar eins og
að trúin sé ópíum fólksins undirstrika þetta firemur en hitt, því að menn
ráðast einungis með offorsi á hugmyndir sem hafa frumkvæði á nánast
sömu forsendum og má vísa aftur til hugmynda Girards um efdrlíkingar-
ríkjumim, en hins vegar er verðið nú hærra en það var áður en markaðsvæðingin
hófst sbr. vefsíður þýskra raforkuframleiðenda: http://www.vik-online.de/aktuell/
default.htm.
69