Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 76
GAUTIKRISTMANNSSON
„andkapítalismi" og lesa má um í bókimii Anti-Capitalism, a Guide to the
Movement. Þetta er yfirlitsrit sem Emma Bircham og John Charlton
ritstýrðu og þar er farið yfir helstu birtingarmyndir þessarar þverpóht-
ísku hreyfingar sem er andstæðingur og afsprengi hnattvæðingarinnar og
nýtir sér sannarlega að follu þá byltingu í boðmiðlun sem átt hefur sér
stað í hnattvæðingunni. Þar er fjallað um helstu málefhi sem andkapít-
alistar skipta sér af, hin mismunandi svæði um allan heim þar sem merkja
má slíkar hreyfingar, helstu hópa sem mynda þær, þá atburði sem þeir
standa fyrir og loks er spáð í framtíðina. Eins og hinar bækurnar eru hún
skrifuð fyrir 11. september 2001 og það vantar enn það hnattvæðingar-
bakslag sem varð í heimsmálum upp úr því.
Rtkið fangið
George Monbiot er einn kunnustu gagnrýnenda þeirrar frjálshyggju-
væðingar sem átt hefur sér stað samtímis hnattvæðingunni, þessu fyrir-
brigði sem sumir álíta að sé afkvæmi frjálshyggjunnar. En hnattvæðing
snýst ekki einungis tun verslunarfrelsi heldtu einnig um samskiptafrelsi í
víðustu merkingu þess orðs; allt ffá internetinu til fólksfluminga. Mon-
biot gagnrýnir ekki verslunarfrelsið í sjálfu sér svo harkalega í Captive
State og þaðan af síður samskiptafrelsið; eins og svo margir í hans hópi
lítur hann á hnattvæðingu fjöldans sem æskilegt mótvægi við hnattvæð-
ingu viðskiptanna. Líkt og Noreena Hertz gagnrýnir hann hins vegar
harkalega hvernig ríkið er að missa öll völd og er í raun orðið leiksopp-
ur viðskiptahagsmuna og gildir þá einu hvort Ihaldsflokkurinn eða
Verkamannaflokkurinn er við stjórnvölinn, en Captive State snýst ein-
vörðungu um yfirtöku stórfyrirtækjanna á Bretlandi eins og undirtitillinn
„The Corporate Takeover of Britairi' gefur til kynna.
Empire og The Silent Takeover hafa verið gagnrýndar á þeim forsend-
um að ekki sé nægilega mikil empírisk undirstaða fyrir röksemdafærsl-
unni og liggur í þeim orðum yfirleitt að þetta sé bara einhver grá teoría
sem ekkert mark sé á takandi. Að vísu sjá lesendur bókanna fljótt að þetta
er ekki rétt, þótt vissulega sé verið að velta hlumnum fyrir sér, enda var
það markmiðið með ritunum. Hins vegar hefur enginn borið Monbiot
staðreyndaskort á brýn, enda beitir hann aðferðum rannsóknablaða-
mennsku og tekur einstök mál fyrir, alveg niður í kjölinn, með viðtölum
við aðila og rannsóknum í skjalasöfhum. Bókin ætti að vera skyldulesning
74