Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 134
MAGNUS FJALLDAL
Chaucer efrir Charles Cowden Clarke sem út kom 1916, en þar eru ein-
mitt þessar tvær sögur endursagðar með líkum hætti.
Það hefur eflaust valdið því hversu seint Kantaraborgarsögumar birt-
ast í íslenskri þýðingu að verkið er ekki árennilegt. Tvær sögur eru sagð-
ar í lausu máli - önnur, „Sagan um Melibeus", vegna þess að pílagrím-
urinn Chaucer kann ekkert frambærilegt kvæði og hin, „Saga
Sóknarprestsins“, vegna andúðar hans á veraldlegum kvæðskap. I „For-
mála“ Kantaraborgarsagnanna og hinum sögunum (sem eru 21 talsins)
birtist höfundurinn hins vegar sem ljóðskáld og sem slíkur hefur Chauc-
er áunnið sér frægð sem eitt helsta skáld Englendinga fyrr og síðar.
Bragarhátturinn sem hann velur oft að nota í Kantaraborgarsögunum er
stakhenda (blank verse), þ.e. braglínur með fimm stígandi tvíliðum og
áherslulausri endingu á efrir síðasta risi og án skipringar kvæðisins í er-
indi. Þessum bragarhætti beitir Chaucer gjarnan undir kóngsbrag
(rhyme royal) þar sem rímskipun er: ababbcc. Það skal þó tekið fram að
þessi háttur er engan veginn einhlítur í sögunum. Sumuin kvæðum er
skipt í erindi og í einu þeirra, „Sögunni af Herra Tópazi“, gerir Chauc-
er góðlátlegt grín að elstu rómönsum Englendinga í bundnu máli (King
Horn og Havelok the Dane) - og sjálfum sér sem sögumanni - með því
að yrkja undir snubbóttum og óþjálum þreföldum tvíliðum. Skáldskap-
artækni Chaucers í Kantaraborgarsögunum er þannig með þeirn hætti að
það er varla á færi annarra en ljóðfimustu þýðenda að korna henni vel til
skila á íslensku.
En Chaucer ekki bara meistari bragsins í kveðskap sínum; hann er
einnig meistari ólíkra greina bókmennta í þessum sagnabálki og blæ-
brigða innan þeirra. Þannig bregður hann sér í allra kvikinda líki; drukk-
ins malara sem segir dónalega skopsögu (fabliau) af mikilli snilld, alvar-
legs riddara sem færir rómönsu sína í heimspekilegan búning,
málafærslumanns sem velur að þalla um þjáningar kvenna, konunnar
fimmgiftu írá Bath sem skilur að sæll er sá sem valdið hefur og kvelur
eiginmenn sína samkvæmt því, nunnu sem segir mærðarlega og væmna
helgisögu, sjálfs sín sem pílagríms sem ekki getur sagt einfalda og klisju-
kennda riddarasögu án þess að klúðra henni og sóknarprests sem heldur
þrumandi ræðu í lokin um dauðasyndirnar sjö. Þannig mætti lengi telja,
og næmt skopskyn höfundar nýtur sín alls staðar þar sem því verður við
komið.
En víkjum þá að þýðingunni sjálfri. I eins konar efrirmála („Nokkur
x32