Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 140
MAGNÚS FJALLDAL
virkni - að minnsta kosti í „Formálanum“, sem er eini hluti verksins þar
sem ég hef borið frumtextann saman við þýðingu hans. Af einstökum
villum má þar nefha (í efhisröð) að Príorinnunni er ranglega hælt í
þýðingu hans fyrir að það „var ekkert lítilmótlegt í fari hennar“ (bls. 7).
Línan sem tun ræðir er hluti af kímni Chaucers í lýsingunni á konunni
og er svohljóðandi: „For, hardily, she was nat undergrowe“. Lesandinn
veit að Príorinnan hefur mikið dálætd á öllu smáu og fínlegu - músum,
hundum, skartgripum o.s.frv. — en nú kemst hann að raun um að konan
sjálf er afar stórvaxin, ef ekki akfeit. Þá vantar nokkuð á að háðsleg lýsing
Chaucers á Betlimunknum komist til skila. Um hann segir Erlingur í
þýðingu sinni að hann hafi „þurft að sjá á eftir margri stúlkunni í hjóna-
bandssængina“ og verið „vel látinn og [haft] góð skipti við ríka óðals-
bændur hvarvetna í héraðinu sem hann fór um betlandi, og líka við auð-
ugar borgarkonur“ (bls. 7-8). Hér eru allir broddar höfundar horfhir. I
fyrri textanum („He hadde maad ful many a mariage / Of yonge women
at his owene cost“) segir berum orðrnn að Betlimunkurinn hafi kostað
brúðkaup stúlknanna (gefið heimanmund með þeim?), og það þarf varla
að efa hvað veldur þessu örlætd hans. I þeim síðari („Ful wel biloved and
famulier was he / With frankeleyns over al his contree, / And eek with
worthy women of the toun“) get ég ekki lesið út úr þýðingu Erlings að
það er bara meðal ríkisbubbanna - en ekki fátækra og sjúkra sem hann á
að vera að sinna - sem Betlimunkurinn er svona vinsæll og vel látinn.
Hann ætlar ekki að eiga frama sinn undir einhverju undirmálspakki.
Fleira má finna að „Formála“ Chaucers í þýðingu Erlings. Kýlið sem
lýtdr Kokkinn er sett á höku hans (bls. 12), en á að vera á sköflmignum.
(Hér er „shin“ greinilega mislesið sem ,,chin“.) Og þá að Skipskafteirún-
um sem drekkir óvinum sínum eins og kettlingum í poka. Um hann seg-
ir í þýðingunni: „Tilfinningasemi var honum ekki að skapi“ (bls. 12). Það
er eflaust alveg rétt, en í texta Chaucers: „Of nyce conscience took he no
keep“ er hann sagður með öllu samviskulaus. Um enn einn þjófinn, hinn
slynga Bryta, er sagt að yfhboðarar hans hafi verið þeim hæfileikum bún-
ir að þeir kunnu „að hagræða svo jarðrentu og landi hvers einasta aðals-
manns á Englandi að hann gat með með leik (nema hann væri moðhaus)
framfleitt sér heiðarlega án skulda á tekjum sínrnn, og þurftd ekki að fara
í launkofa með það; og ráðlagt gat hann þar á ofan heilu héraði um allt
er varðaði málaferli sem kynnu hugsanlega að rísa“ (bls. 15). Hér hefur
ýmislegt skolast tdl. I frumtexta segir svo: „Worthy to been st}ntrardes of
138