Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 144
GUNNAR HARÐARSON
litamyndir af helstu sögustöðum landsins.2 Collingwood yngri hafði
reyndar mestu skömm á þeirri heimspeki sem skaut rótum annars staðar
í Oxford og var síðar kölluð rökgreiningarheimspeki.3 En það var einmitt
einn helsti frumkvröðull bresku rökgreiningarheimspekinnar, Austurrík-
ismaðurinn Ludwig Wittgenstein, sem áttá þátt í að bylta viðhorfum
bandarískra heimspekinga tdl fagurfræðinnar á sjötta áratugnum.
Rit Wittgensteins, Rannsóknir í hehnspeki,4 sem kom út efrir hans dag,
árið 1953, veitti mörgum heimspekingum innblástur til að takast á við
ýmis viðfangsefni út frá þeim sjónarmiðum sem þar komu fram. Meðal
þessara heimspekinga var Bandaríkjamaðurinn Morris Weitz. Hann
hafði verið að fást við spuminguna um eðli hstarinnar (er það tjáning,
form, efrirlíking eða eitthvað annað?) og sett frarn eigin kenningu um
þetta efni. En rit Wittgensteins breytti skoðunum Weitz og árið 1956
freistaði hann þess í grein sinni, „Hlutverk kenninga í fagurfræði“, að
leysa vandann um skilgreiningu listarinnar í eitt skipti frnir öll: Listin
hefði ekkert eðli og hana væri ekki hægt að skilgreina; listhugtakið væri
opið hugtak sem hefði hvorki nauðsynleg né nægileg skilyrði fyrir beit-
ingu sinni. Listaverk líktust einfaldlega öðrum listaverkum að sumu leyti
og að öðm leyti ekki. Hliðstæðan var greining Mdttgensteins á leikjum,
en hann hafði bent á að þótt orðið „leikur“ væri haft um alla leiki þá til-
tæki það ekki neitt eðli, því að ef við horfðum og skoðuðum leikina sæurn
við ekki neitt sem væri þeim öllum sameiginlegt, aðeins líkindi og tengsl.
Þetta varð upphafið að mikilli rökræðu bandarískra heimspekinga um
listina og listhugtakið og sú hugmynd Weitz að losna við skilgreiningar-
vanda listarinnar og fara að huga að öðrum áhugaverðum þáttum fagur-
fræðinnar beit í skottið á sér sökum þess að heimspekingar fengu óþrjót-
andi áhuga á spurningunni um skilgreiningu listarinnar. Meðal þeirra
sem þátt tóku í þessari umræðu má nefna Paul Ziff, sem einna fyrstur
vakti athygli á spurningunni, Maurice Mandelbaum, sem gagnrýndi
Weitz fyrir notknn hans á hugtakinu „fjölskyldusvipur“ sem hann fékk að
2 Sbr. W. G. Collingwood, Fegurð lslands ogfomir sögustaðir. Svipmyndir og sendibréf úr
Islandsfór W. G. Collingwoods 1897, ricsrj. Haraldur Hannesson og Asgeir S. Björns-
son, Reykjavík, Om og Orlygur, 1991; sjá einnig Frank Ponzi, Island á 19. öld. Leið-
angrar og listamenn, Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1986.
3 Sbr. R. G. Collingwood, An Autobiography, Oxford, Oxford University Press, 1959
(fyrstútg. 1939).
4 Ludwig Wittgenstein, Philosophische Untersuchungen (e. Philosophical Investigations),
ýmsar útgáfur og þýðingar.
i42