Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 182
GEORGE DICKIE
stöðu til að gera eitthvað vegna þess að maður hafi til þess heimild og
hugmyndinni um að vera í aðstöðu til að gera eitthvað af öðrum ástæð-
um. Lögreglumaður, læknir, lyfjafræðingur, foreldri og þess háttar eru í
aðstöðu til að gera ákveðna hluti vegna þess að þau hafa heimild til þess.
En maður getur verið í aðstöðu til að gera eitthvað, ekki vegna heimild-
ar, heldur vegna þekkingar og kunnáttu. Einhver gæti verið í aðstöðu til
að beita hjartahnoði eða Heimlich aðferðinni einfaldlega vegna kunnáttu
sinnar á þeim. Maður hefur ekki heimild til slíkra hluta. A hirm bóginn
þarf maður að hafa ákveðna læknisfræðilega heimild til þess að gera
heilaskurðaðgerð og lagalega heimild frá ríkinu. Eg held að listsköpun
falli undir hugmyndina um að vera í aðstöðu til að gera eitthvað vegna
þekkingar (og stundum færni). Hið almeima hugtakakerfi sem ég hef í
huga er þetta. Annars vegar er hin almenna hugmynd um að vera í að-
stöðu til að gera eitthvað. Undir þessa almennu hugmynd falla svo tvenns
konar hugmjmdir: (1) Vera í aðstöðu til að gera eitthvað vegna heimildar
og (2) vera í aðstöðu til að gera eitthvað óháð heimild.
I ritdómi um Skilgreiningar á list heldur Ira Newman fram svipuðum
hugmyndum um skoðun Davies á heimildarvaldi. Newman skrifar:
Með því að taka upp hugmyndina um heimildarvald og hlut-
verkaskipan hefur Davies pólitíska og lagalega formgerð í huga.
... Svo að hugmynd Davies [um heimildarvald] verður í besta
falli að skoða sem líkingamál: Það er að segja, það er eim og
meðlimir listheimsins veitd listræna stöðu á sama hátt og ráð-
herrar og dómarar gera. Samt sem áður færir Davies lítil rök
fyrir því að þetta líkingamál eigi við. Því fer víðs fjarri að það sé
neitt sem líkist kosningaferli eða kjörferli þar sem meðlimir list-
heimsins eru í ákveðnum hlutverkum og veita stöðu listaverks.
Og þekking á listasögu og listfræði (sem er lykilatriði í að skilja
hvers vegna Brunnur Duchamps getur verið listaverk) nær ekki
fram neinu sem líkist því að hafa heimild til að veita stöðu list-
ar; ... þetta er „heimildarvald“ viðurkennds sérffæðings, og al-
gjörlega öndvert þeirri merkingu sem Davies hefur í huga.
Hugmynd Davies um heimildarvald virðist því jafn dularfull, á
þessu stigi, og hugtökin sem henni er ætlað að skýrav
27 Ira Newman, ritdómur um Defmitions ofArt eftir Stephen Davies, í Canadian Philos-
ophical Review 12 (1992), bls. 19-28.
180