Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 16
94 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR innan né drafnað né rotnað; bók hans var prentuð margsinnis eftir sem áður á ýmsum tungum, og hann hefur vonandi haft vel upp úr henni. Þar fyrir var það auðvitað gott að íslendingar létu það ekki viðgangast mótmælalaust að svona gasprara væri trúað. Það yrði nú seinlegt og langdregið og óþarft í ritgerðarkorni sem þessu að gera grein fyrir öllum ritum Arngríms, enda má segja að það sem hér hefur verið talið sé hið helzta og gefi bezta hug- mynd um starf hans. Allt sem eftir hann liggur er heldur stirt og þunglamalegt. Hann samdi ekki þvílíkar bækur sem staðið hafi óbrotgjarnar um aldirnar fyrir snilldar sakir, hann á ekki sæti á bekk sígildra höfunda. Deilurit hans eru mest til niðurrifs og hafa lítið sjálfstætt gildi, þó að þarfleg væru á sinni tíð. Sagnaritin fjalla mest um löngu liðna tíma og styðjast þá að miklu leyti við heim- ildarrit sem enn eru til og menn þykjast nú geta unnið betur úr en Arngrímur hafði föng á. Það sem enn heldur velli af ritum Arn- gríms eru helzt þeir kaflar þar sem hann notar forn handrit sem síðan hafa týnzt. Það er ekki ófróðlegt að bera Arngrím saman við annan höfund samtíða sem miklu minni frægð hefur hlotið. Árið 1928 var prent- uð í Hamborg íslandslýsing á latínu (Qualiscunque Descriptio Islandiæ) eftir áður óathuguðu handriti sem leynzt hafði í bóka- safni þar í borg. Þessi lýsing ber það með sér að hún muni samin árið 1592, eða því sem næst, og er þá frá sama tíma sem Brevis commentarius. Allt þykir benda til að höfundur hennar sé Sigurður Stefánsson, síðar skólameistari í Skálholti, og geta verið tvær ástæður til að rit hans komst ekki á framfæri: önnur að Arngrímur varð fyrri til að fá Brevis commentarius prentaðan, hin að Sig- urður dó fáum árum síðar. Hvatir þessa höfundar eru hinar sömu og Arngríms: honum hafa blöskrað ranghermi útlendinga um land- ið. En hann tekur efnið allt öðrum tökum en Arngrímur: í stað þess að gyrðast þungum vopnum og vingsa þeim í háa loft and- spænis vitleysunum segir hann skilmerkilega og yfirlætislaust frá landinu, hvernig það sé og hvernig þjóðin lifi; í stað þess að leita á vit fornaldarinnar segir hann mest frá samtíð sinni. Hvorttveggja hefur til síns ágætis nokkuð. En það er víst, að oss sem nú lifum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.