Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 49
"NOKKUR ORÐ UM ALÞÝÐUBÓKASÖFN 127 lega misjöfn skilyrði að öllu leyti. Bókasöfn þeirra eru yfirleitt ■ekki stór, enda víða skortur á hentugri geymslu. Eg hef ekki farið yfir skýrslur allra lestrarfélaganna (þau eru um 200), en hjá þeim sem ég hef athugað er minnsti bókafjöldi innan við 200 og mesti um 2000. Eins er mjög mikill munur á nýtingu safnanna; sums staðar eru flest heimili umdæmisins lánþegar eða meðlimir, sums staðar aðeins lítill hluti þeirra. Afnotagj öldin eru mjög misjöfn, heimilisgj öld 10—35 kr., einstaklingsgjöld 5—15 kr. á ári. Allt er þetta mjög eðlilegt og skiljanlegt, eins og að þessum félögum hefur verið búið, en hitt ætti að vera hverjum hugsandi manni jafnljóst að hér bíður mikið verkefni úrlausnar, að hér er um að ræða ástand sem ekki verður við unað til lengdar. Og eina leiðin til úrbóta eru almennari samtök og bætt skipulag. Hollt er að gera sér ljóst að við íslendingar, sem erum vanir að raupa af því hvað við séum mikil bókaþjóð, erum enn ekki lengra komnir í bókasafnsmálum almennings en nágrannar okkar á Norðurlöndum voru um og eftir síðustu aldamót. En síðan hafa þar gerzt stórstígar framfarir í þessum efnum, og fengizt hefur reynsla sem við gætum dregið af marga lærdóma. Baráttan fyrir betra skipulagi hófst í þessum löndum með samtökum bókasafn- anna sjálfra, unz komið var á lögfestu skipulagi, en það varð í Danmörku 1920, í Svíþjóð 1929 og í Noregi 1935. Kerfið er í megindráttum hið sama í þessum löndum, þó að sitthvað beri á milli í einstökum atriðum. Meginatriði þess eru nefnd hér að framan, og þau eru þess eðlis að telja má vafalaust að þeim yrði einnig komið við hér á landi með tíð og tíma, í nefndarálitinu er bent á nokkur helztu verkefnin sem nauðsyn ber til að taka til meðferðar hið bráðasta. Mér þykir ekki ólíklegt að um sumt geti verið skiptar skoðanir, en þá væri æskilegast að menn létu það uppi, svo að almennar umræður gætu tekizt um málið. Ég vil sérstaklega benda á þá tillögu sem felst í niðurlags- orðum nefndarálitsins um skipun yfirstjórnar allra alþýðubóka- safna. Vísir til slíkrar stjórnar er til í starfi fræðslumálastjórnar- innar að því er snertir lestrarfélögin. En hér er um að ræða meira starf en fræðslumálastj órnin mundi geta leyst af hendi með þeim mannafla sem hún hefur á að skipa. Yfirstjórn sú sem hér er gert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.