Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 68
146 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR breiðu belti með málmspennu. Móðirin gekk fram hjá honum án þess einu sinni að líta við honum. Hann lokaði hliðinu á eftir þeim og skaut þunga járnslagbrandinum fyrir. Mæðginin gengu eftir götunni. Það var flughált, en hvergi snjór á jörð. Háir brestir kváðu við í berum og blaðlausum greinum akasíutrjánna fram með veginum. Móðirin og sonur hennar voru nálega eins klædd. Þau voru í sæmilega góðum apaskinnsfeldum, rauðleitum loðstígvélum, og á höndunum höfðu þau marglita ullarbelgvettlinga. Móðirin hafði hnýtt þríhyrndu sjali um höfuðið, en drengurinn var með kringlótta skjólhúfu úr apaskinni. Gatan var auð. Þegar þau komu að vegamótunum, gall skyndilega svo hátt við í hátalaranum, sem komið hafði verið fyrir þarna í götunni, að móðirin hrökk í kút; en brátt áttaði hún sig á því, að morgunútvarp væri í þann veginn að hefjast, en það hófst ávallt á löngu og kröftugu hanagali. Skerandi rödd hanans barst óðfluga um endilangt strætið og tilkynnti, að nýr dagur færi í hönd. Dreng- urinn leit upp og horfði spurnaraugum á gjallarhornið. „Mamma, er þetta hani?“ „Já, barnið mitt.“ „Er honum ekki kalt þarna uppi?“ „Nei, nei. Honum er ekkert kalt. Vertu ekki alltaf að líta í kring um þig. Horfðu niður fyrir fæturna á þér!“ Nú heyrðist aftur í gjallarhorninu. Það var yndisleg barnsrödd, sem sagði mjúkt og engilblítt: „Góðan daginn! Góðan daginn! Góðan daginn!“ Síðan bað sama röddin, hægt og innilega: „Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji. .“ Við götuhornið sneri móðirin við og greikkaði sporið. Hún dró drenginn með sér og hljóp við fót, eins og hún væri að flýja hina of háu og of þýðu rödd i gjallarhorninu. En brátt þagnaði röddin. Bæninni var lokið. Vindurinn næddi utan af hafinu gegnum þröng- ar, ísilagðar göturnar. Skammt fram undan sást stórt bál eins og í rauðlitaðri þokumóðu. Þar var þýzk varðsveit að orna sér. Móðirin sneri enn við og hélt í gagnstæða átt. Drengsnáðinn hljóp við hlið hennar, rauðbrúnu loðstígvélin hans slógust í freðna götuna. Kinn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.