Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 127
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 205 Gamla tvíhyggjan, sem gætt hefur í þróun vísindanna allt frá tímum endurreisnarinnar, verður að hverfa. Hana verður að brjóta niður — og á báðar hliðar. Við verðum að sýna fram á í ein- stökum atriðum, hvaða þátt mannlegir eiginleikar og þjóðfélags- legar aðstæður eiga í þróun vísindanna. Hins vegar þurfum við að rannsaka og endurmeta á vísindalegan hátt margs konar félagslegar hugmyndir og afstöðu, sem við höfum tekið í arf frá löngu liðnum tímum og lagað ósjálfrátt eftir aðstæðunum. Endurmat mætanna verður að haldast í hendur við aukna þekkingu okkar og skilning. Maðurinn skynjar það af heilbrigðri eðlishvöt, að dyggðir eins og sannleiksást, hugrekki og föðurlandsást eiga eitthvað raunverulegt og mikilsvert í sér fólgið. En nú eru þessar dyggðir frá fornu fari tengdar trúarbrögðum og helgisögnum ættjarðar og þjóðernis, og því halda menn fast við þessar helgisagnir, í stað þess að leysa úr álögum þau mæti, sem þær látast skýra, en nefna í rauninni aðeins öðrum og hátíðlegri nöfnum. Það er verkefni marxismans að gefa raunverulegum, félagslegum mætum auðugra og fullkomnara inntak og jafnframt þá undirstöðu, er notið geti viðurkenningar á þessu þróunarstigi aukinnar vitundar og rökvísi. Hér verða kenning og starf að haldast í hendur. Við verðum að skapa nýjan heim, þar sem útrýmt er ójöfnuði þeim og arðráni, sem hefur umsnúið hinum fornu dyggðum í hróplegan yfirdrepsskap. Þá fyrst er þess að vænta, að hægt verði að umskapa þessi mæti og gera þau á ný að ósviknu, mannlegu leiðarljósi. Það er ekki hægt að skjóta þessu starfi á frest og geyma það fjarlægri framtíð. Þetta verður að gerast nú þegar. Styrjöldin var í sjálfu sér barátta, sem krafðist framtaks og skilnings á öllum sviðum, bæði Ijóst og leynt, á vígstöðvunum sjálfum, í verksmiðjum og við landbúnaðarstörf. Gömlum starfsaðferðum og hugsunar- aðferðum var varpað fyrir borð, með því að þær reyndust svo árangurslitlar og seinvirkar, að ekki varð við unað. Meiri umsköpun fór fram á þessum fáu árum en á hálfri öld friðsamlegs auðvalds- skipulags. Verkefni styrjaldarinnar og andspyrnuhreyfingarinnar kölluðu að, og þá komu yfirburðir hinar díalektisku efnishyggju gleggst í ljós. Þó mun hennar verða enn meiri þörf á þeim erfiðu tímum, sem nú eru að líða. Við þurfum á henni að halda til að rífa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.