Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 134
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR E. A. hyggur (xxix. bls.), að „lýsing Auðunar stota (Þ 146)“ sé viðbót séra Þórðar. Þar hlýtur hann að eiga við orðin „Hann var raikill fyrir sér ok sterkr", en þau eru í Sk og þangað komin úr S. Flest af því, sem nú hefur verið talið, ber vitni um meiri hroðvirkni en unnt er að sætta sig við í útgáfu Landnámabókar eða hvaða rits sem er. En sagan er ekki sögð öll enn og verður ekki sögð öll hér. Prentvillur er víða eins og mý á mykjuskán. Algerlega gagnslaust sýnishom af þeim er á miða aftan við bókina, og hirði ég ekki um það að bæta, þótt sumar þeirra séu meinlegar. T. d. er nefndur „Brandr prior inn fjórði“ á 128. bls, en á að vera „Brandr prior inn fróði“ (rétt í skrá um mannanöfn). Á 185. bls. stendur „S H“ fyrir „S Þ“. Ilið rétta kemur þó fram í formálanum (xxxiii. bls.). Á 263. bls. hefur ein lína skipzt á við línu á 264. bls., og geta lesendur hæglega fundið þær sjálfir, með því að þær kunna ekki sem bezt við sig þar, sem þær eru. Sum mannanöfn eru jafnan rangt rituð, svo sem Balki fyrir Bálki, Vali fyrir Váli o. fl. Og spyrja má: LIví eru ættir biskupa á 306.—310. bls. prentaðar eftir hinum miður rétta texta í Islendinga sögum I (Kjöbenhavn 1843), en ekki eftir hinni harðnákvæmu útgáfu Jóns Helgasonar (Byskupa sögur, Köbenhavn 1938, 7.—12. bls.) ? Um uppdrættina, sem eiga að sýna mörk landnámanna, skal ég verða fáorð- ur. Þeir eru fyrsta tilraun í þá átt, og verður að dæma þá eftir því. Þó er víst, að mörk landnámanna verða seint eða aldrei sýnd með strikum eða punkta- línum, svo að í nokkru lagi sé, sökum þess hve þau eru víða ónákvæmlega greind. Uppdrættirnir hefðu því komið að miklu meiri notum, ef E. A. hefði látið setja á þá öll örnefnin, sem mörk landnámanna eru miðuð við. Að lokum vil ég taka Jiað fram, að mér hefur ekki verið ljúft að skrifa þenn- an ritdóm, með því að í hlut á maður, sem ég met mikils fyrir frábæran áhuga á sögu okkar íslendinga. En fleira verður að gera en gott þykir. Það er ekki liægt að þegja í hel þau mistök, sem hér hafa á orðið. Við Islendingar eigum margt óunnið í sögu okkar og bókmenntum, en fáa menn, sem geta orðið þar að verulegu liði. Það er því gremjulegt, þegar liðtækir menn eyða tíma og fé í mjög gagnslítið verk — verk, sem hæfir hvorki almenningi né vísinda- mönnum. Jón Jóhannesson. Kristján Eldjárn: GENGIÐ Á REKA. Tólf fornleifaþættir. Norðri. 1948. í hinu mikla bókaflóði, sem streymdi út yfir allar bókabúðir vikurnar fyrir jól, var ein skemmtilegasta og fróðlegasta frumsamda íslenzka bókin fom- leifaþættir Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. í bókinni eru 12 sjálfstæðir kaflar um íslenzka forngripi og fornminjar; sérstæðir, en þó heild, því að þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.