Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 140
218 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ási i Bœ: BREYTILEG ÁTT. Helgafell. Reykjavík 1948. Fyrsta bók höfundar sem lítið eða ekkert er vitað um áður er alltaf girnileg til fróðleiks. Er hér á ferðinni eitthvað nýtt í efni eða meðferð, eitthvað sem gefið geti vonir um nýja landvinninga í bókmenntunum, eða heldur höfundur sig við þaultroðnar slóðir? Bezt er að segja það strax, hér er á ferðinni höfundur sem ástœða er til að taka eftir. Ekki svo að skilja að þessi bók sé neitt meistaraverk, gallar á henni eru auðfundnir, og hún ber ýmis- merki frumsmíðar. En kostir hennar eru þess eðlis að með tamningu og sjálfsþjálfun ætti höfundur að geta ávaxtað pund sitt miklu betur. Efnið er ekki mikið né margbrotið: lýsing á daglegu lífi skipshafnar eina vertíð í Vestmannaeyjum. Engir stórviðburðir eða óvenjuleg örlög, strit ái sjó og landi, írítímar sem að verulegu leyti er eytt í fyllirí og kvennafar, nokkrar svipmyndir úr lífi fólksins sem þessir athvarfslausu vermenn kynnast við matborðið og í danssalnum. Sögumaður er einn vermannanna, en hanni kennir síður en svo í brjósti um sjálfan sig, heldur lítur á sig og aðra með töluverðum húmor. Frásögnin er yfirleitt fjörug, og höfundinum tekst furðan- lega að blása lífi í persónur sínar, hann virðist þekkja þær og málfar þeirra, iifnaðarhætti og áhugamál — eða öllu heldur skort á áhugamálum. Því að kjarni bókarinnar er einmitt lýsingin á stefnuleysi og áhugaleysi þessara ungu sjómanna, mannanna sem bera uppi meginatvinnuveg þjóðarinnar. „Þið eruð blindir og sljóir, þið eruð hrávara sem ekki er farið að vinna úr ... Þið eigið ekkert markmið, ekkert til að keppa að, nema ef vera kynni að komast á fyllirí," segir sósíalistinn Gunnar við félaga sinn. Þetta eru beztu strákar, hvorki vondir né góðir, félagslyndir og reiðubúnir að leggja lífið að veði til þess að bjarga félaga sínum úr bráðum háska, en ábyrgðarlausir gagnvart sjálfum sér og öðrum í daglegri umgengni. En við kynni þeirra af fólki sem hefur fundið staðfestu í lífi sínu rofar til annarrar tilveru, ann- arra lífsmöguleika, og ástarævintýri söguhetjunnar gefur hugboð um vakn- andi ábyrgðartilfinningu gagnvart annarri manneskju. Þó mætti þetta sjónar- mið koma skýrara fram; það hefði gert bókina jákvæðari. Málið á bókinni er óvenjulega lifandi og hressilegt, að verulegu leytí ómengað talmál, óheflað, stundum óþarflega klúryrt. Klúryrði geta verið nauðsynleg, en því aðeins að þau hafi alveg ákveðinn tilgang, séu ekki notuð á sama hátt og strákar krydda tal sitt með blótsyrðum. Bæði í þessu og ýmsu öðru hefði stíll höfundar haft gott af meiri fágun og vandvirkni. Klaufa- legum setningum bregður stundum fyrir, eins og t. d.: „Á eftir komu þeir með dauða manninn berandi á milli sín“ (bls. 69). Þetta er þó sjaldgæft, og hefði ekki átt að sleppa gegnum prófarkalestur. Lakara er að Gunnar, sem á að vera betur menntur en hinir, mælir stundum í prédikunartón á þurru. bókmáli, eins og hann væri að lesa upp úr strembinni blaðagrein. Þetta stingur ónotalega í stúf við annað málfar bókarinnar og jafnvel við orðalag Gunnars sjálfs á öðrum stöðum í bókinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.