Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 114
Tímarit Máls og menningar við flest, sem við vitum um þau vaxtaröfl og vaxtarferli, sem leiða til fulls persónu- þroska. Með því afneita ég engan veginn liinni miklu þýðingu, sem fyrstu bernsku- árin hafa fyrir persónuþroskann, en ég get ekki sannfærzt um, að kynlífsþróun smá- barnsins sé einráð um hann, enda hefi ég hvergi séð gild rök leidd að þvi, hvorki af Freud sjálfum né öðrurn sálkönnunarsinn- um. Höfundur bregður upp ýmsum dæmum, máli sínu til frekari skýringar, en mörg hitta illa og sum virðast allsendis fjarstæð. Einnig hér virðist mér trúin stundum bera vísindamennskuna ofurliði. Eg álít t. d. að við getum engar samlíkingar um eðli þaðs- ins sótt til Forn-Egypta og Mesópótamíu- manna (bls. 76); um sálarlíf þeirra vitum við ekki hót. Bls. 80 er lýst vísindamanni, sem getur sér orð fyrir rannsóknaráhuga sinn. Af ástæðum, sem ekki eru tilgreindar, taka fróðleiksfúsir ntenn að grafast fyrir um upphaf þessa merkilega áhuga. Og sjá, hann hafði þá einmitt vaknað fyrir 29 ár- um, þegar snáðinn var 5 ára og yngri syst- ir fæddist. „Ætla má, að fæðing hennar hafi vakið mikla kynferðislega forvitni hjá drengnum, en þar sem óleyfilegt og óvið- eigandi var að bera fram spurningar um þau efni, breytti hún um farveg og varð að almennri þekkingarlöngun." En hvernig eigum við þá að skýra rannsóknarhneigð raanna, sem eignuðust engin yngri systkini? Ilöfundur hefir einkum fyrir augum nota- gildi sálkönnunar, en gerir sér sýnilega síð- ur grein fyrir fræðilegum rökum hennar. Hann afsakar tilgátubrag kenninganna með því, „að aðrar hafi ekki fundizt, sem hent- ugri séu að vinna með“ (bls. 73). Vegna þessa hagnýta sjónarmiðs tekur hann oft létt á fræðilegum vanda og veilum kerfis- ins. Hann telur t. d. Freud hafa rutt nýjar brautir, þegar hann beitti nauðhyggju (de- terminismus) í sálkönnun sinni (bls. 65). Sú aðferð var þó áður kunn. Freud fylgdi aðeins stefnu sinnar tíðar að láta undan þeirri ásókn náttúruvísindanna, að tilveran öll, jafnt lífræn sem dauð, hlítti óhaggan- legu orsakalögmáli. Þetta er hin mekanist- iska skýring efnishyggjunnar. Með henni þótti allt sjálfkvæmt (spontan) atferli líf- verunnar, einnig frelsi viljans og annarra sálrænna hræringa, afsannað. En 1908, árið sem 2. útg. af draumatúlkun Freuds kom út, birti Hans Driesch hinar inerku lífeðlis- fræðilegu rannsóknir sínar, sem kollvörp- uðu nauðhyggjukenningunni að því er líf- veruna snertir og urðu upphaf nýrrar stefnu í lífeðlisfræði (Neo-Vitalisminn). En einmitt á nauðhyggjunni, vélgengi líf- eðlis- og sálarlífshræringa, hvílir draum- túlkun Freuds, og raunar er hún homsteinn undir sálkönnuninni í heild. Það er hvorki viðeigandi né heldur rúm til að rekja, hvern þátt uppgötvanir Driesch’s áttu í þeirri sundrungu sem út brauzt f læri- sveinahópi Freuds. Tilgangur minn er sá einn að minna á, að vísindalegt gildi sál- könnunarinnar er afarumdeilt og notagildi hennar sem lækningaaðferðar draga marg- ir í efa. Margir gáfuðustu áhangendur Freuds töldu sig ekki geta fylgt kenningu hans í heild og lögðu inn á aðrar brautir. Þeir brugðu honum um óvísindalega og öfgakennda túlkun, einkum á draumum, og Freud felldi ekki mildari dóma um þá. Höfundur kemst því býsna vægilega að orði, þegar hann segir, að sálkönnuðir síð- ari ára „... leggja minna kapp á ráðningu þeirra [þ. e. drauma] og fara sér hægar í túlkun'1 (bls. 134). Staðreyndin er sú, að grunnurinn undir draumtúlkun Freuds brast algerlega. En „ráðning" og „túlkun" eru ekki að- eins nauðsynlegar á táknum draumsins; einnig í eintali sjúklingsins, sem læknand- 416
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.