Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 35
Ur dagbók
12
Það var skrýtin tröllkelling í strætisvagninum. Hún minnti á skessurnar hans
Asgríms málara. Hún sat í einu fremra sætinu hægra megin í vagninum og
enginn við hliðina á henni úti við gluggann. Og það kom lítil kelling og
visin inn í vagninn, svipaðist um og spurði svo skessuna hvort hún mætti tylla
sér hinumegin við hana. - Það er víst, sagði skessan og hreyfði sig ekki, en
horfði beint fram. Má ég? sagði litla kellingin og fór að troða sér, en skess-
an hreyfði sig ekki og horfði beint fram. Ég heiti Ólína Jónsdóttir, sagði litla
kellingin og hneigði sig. Komið þér sælar. Jæja, sagði skessan og horfði beint
í gegnimi litlu kellinguna. Og hvað heitið þér, með leyfi? spurði litla kell-
ingin og settist. - Salgerður Valgerður, sagði skessan og horfði beint fram.
- Ég á svo óskup bágt með að standa, sagði litla kellingin. Jæja, sagði skess-
an og horfði beint fram. — Með því nú líka að ég er nýstigin upp úr legu,
sagði litla kellingin. - Jæja, sagði skessan og horfði beint fram.
Þegar við komum á móts við Hrafnislu, fór litla kellingin að troða sér
út. - Skessan hreyfði sig ekki, en horfði beint fram. - Verið þér nú sælar,
sagði litla kellingin og hneigði sig. - Já, sagði skessan og horfði heint fram.
- Hún hreyfði sig ekki, en horfði beint fram.
13
Kvöldið er fölblátt, nærri því hvitt - Mann langar til að halla sér að
barmi þess og yrkja sonnettu til guðs.
Og það er logn á sundinu. - Eitt sinn var ég á báti úti á þessu fölbláa
sundi og veiddi gráljósa fiska. Það var feikilega ánægjulegt. Sigbjörn Obst-
felder segir einhversstaðar:
Fjorden er so vakker.
Hvorfor længes jeg?
Rög, - inunder odden -
Det er dampskipet.
Nestirn, Ávig,
Berle, Tangen.
Jeg tror heller, jeg vil ind og spille.
Hvers vegna kemur mér alltaf sundið það arna í hug þegar ég les þetta
ljóð? — Það á svo sýnilega ekki heima í kvæðinu, nema þá mjög óbeinlínis,
eða aðeins hvað til þeirrar kenndar tekur sem náttúran vekur manni með
depli augna sinna eina smástund við sjó.
12 TMM
177