Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 142
Tímarit Máls og menningar
ensen að nafni, en ári síðar gaf Petersen landvarnarráðherra út fyrirskipan
er jafngilti því, þegar til kjarnorkustríðs kæmi, að setja af konung Daninerk-
ur, stjórn og ríkisþing, ásamt herstjórninni, þar eð vörn væri tilgangslaus.
Annað alvik skal nefnt: Þegar hundruð miljóna manna um heim allan undir-
rituðu Stokkhólmsávarpið um bann við kjarnorkuvopnum, skoraði Fisher,
biskup í Kantaraborg á klerka sína að undirrita það ekki, og hafði um
ýmsar vífilengjur í afsökunarskyni, er Halldór tætti sundur í einum þrem
greinum er hann skrifaði 1950. Þessi samtíma atvik sem hér eru tilgreind
bræðir hann saman og setur inn i Gerplu, eins og lesa má þar á 234. síðu:
„. . Það er og hin mesta villa, ef menn trúa því að Krislur hafi nokkru sinni
þeim orðum mælt in carne eða in spiritu, ellegar heilagur andi þau lög gefin
in synodo, að kirkjum og helgum dómum, klerkum, konum og börnum eða
öðrum óvígum mönnum skuli þyrmt við eldseyðíngu fortakslaust . . . Og skal
í þessu máli skjótan úrskurð veita: nær sem Satan hefst upp skulu fyrir ekki
koma orð konúnga og öldúnga og lögsögumanna og herforíngja; . .í' Eru
þessi orð lögð í munn Hróbjarti rúðubiskupi, og hinn sama boðskap er
Grímkell biskup látinn flytja (310. bls.): „Og meðan sá friður er enn eigi
samdur, þá eru fyrir því orð allra meiri háttar biskupa og kirkjufeðra og
lærimeistara heilagra, svo og herra páfans setníngar, enda mælir Jjað Kristur
sjálfur er fyrir ræður dómsdegi og heimsbresti, þá er hann býður sverð, að
eigi sé hyggilegt né af skynsamlegu viti gert að setja lög og halda fortaks-
laust, þau er banna að höggva menn þá eða eyða bygðir þær er í móti þybb-
ast Lausn Sálarinnar11.1
Og Halldór hefur ekki aðeins háð baráttu í orðum, heldur og í verki.
Meðan verið var að smíða hernámsfjötrana á Islendinga var klifað á þeirri
lygi hvern dag að þeim stæði árásarhætta frá Rússum. Alþýðuveldið í austri
sem bjargað liafði mannkyninu frá fasismanum og lá flakandi í sárum eftir
síðustu styrjöld átti allt í einu að vilja ógna Bandaríkjunum og leiða yfir sig
atómstríð. Mörgum hér á landi ofbuðu þessar tilraunir til að blinda þjóðina
og Halldór varð einn af hvatamönnum þess að stofna Menningartengsl ís-
lands og Ráðstjórnarríkjanna og gerðist forseti félagsins. í sama mund átti
1 Greinar þær sem vitnað er til að ofan eru endurprentaðar í ritgerðasafni Halldórs Dag-
ur i scnn (1955): Fisher í Kantaraborg: hugarfarsbreytíng nauðsynleg - en atóm-
bomban lifi, Fisher biður um atómsprengju - með skilyrði og Trúarbrögð og friðar-
hreyfíng. Þar er einnig greinin Æfintýri frá blómaskeiði kalda stríðsins, þar sem út-
skýrðar eru „dagskipanir" þeirra Christensens og Petersens.
284