Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
sér maður eftirá. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neilt betri en aðrir.
Sem dæmi um þennan þolandahátt get ég nefnt þessa tvo kommúnista sem
ég hef áður minnst á og unnu með mér í bretavinnunni við Álafoss. Þetta
voru þrautreyndir verkamenn, vel lesnir, hugrakkir og höfðu starfað lengi í
Dagsbrún. Eftir þeim báðum man ég vel í Sósíalistaflokknum. En ég man
aldrei til að þeir tækju þar til máls á fundum. Þarna held ég að það gerist,
að flokksvaldið vex þeim yfir höfuð, þeir fá það einhvernveginn í andskot-
anum inní sig að það séu ekki þeir sem stjórni flokknum, heldur séu þeir
aðeins meðlimir hans, þeirra sé að þola gerðir hans og ákvarðanir, en ekki
að marka stefnuna. Þeir fara að líta á flokkinn sem stofnun og láta ekki í
sér heyra, þó þeim finnist kannski ákvarðanir stofnunarinnar allt að því
rangar. Þannig var með fleiri. Og þannig var það líka með mig.
Á milli þessara þjálfuðu ræðumanna flokksforystunnar, sem virtust
kunna skil á öllum málum, og okkar hinna sem sátum útí sal og gerðum ekki
annað en að greiða atkvæði, var mikið bil og stórt. Manni virtist stundmn
að hér væri um að ræða tvo heima. Mér er næst að halda að forystan hafi
ekki gert sér ljóst, hvílík hætta var í þessu fólgin. A. m. k. var ekkert gert
til að breyta þessu ástandi. Þó vil ég undanskilja einn mætan mann, Jón
Rafnsson. Hann hafði af þessu miklar áhyggjur og ræddi það oft á fundum.
*
Fyrstu hjúskaparárin leigðum við eitt herbergi og eldhús hjá verkstjóra
mínum hjá Almenna - og vorum þar með tvö börn. En 1946 keyptum við
fimmtán fermetra kofa inní Sogamýri. Ekki var í honum vatn eða rafmagn,
né fylgdu honum lóðarréttindi. Ég byggði svo við hann, kom honum uppí
þrjátíu fermetra, tvö lítil herbergi og eldhús, og setti í hann vatn og raf-
magn. Þarna bjuggum við til 1950. Vitanlega var þetta basl, en sleppum
því: það var kannski ekkert meira basl en hjá mörgum öðrum. Auk þess sé
ég grilla þarna í atburð sem mér þykir öllu verðugri til upprifjunar og
frásagnar.
Þann 30. mars 1949, þegar gengið var í NATO, var ég ennþá á verkstæðinu
hjá AJmenna. Þar var þá undirverkstjóri heimdellingur og afturhaldssál
mikil; áttum við oft í miklum útistöðum við hann, en höfðum jafnan betur.
Nema hvað, það var ákveðið að mæta ekki til vinnu eftir hádegi þennan
dag, því verkalýðsfélögin ætluðu að vera með fund við Miðbæjarbarna-
skólann. En í hádegisútvarpinu kom auglýsing frá þrem flokksformönnum,
Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni, þar sem „frið-
206