Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 105
FramtíSarhorfur í bókaútgáju
því að kynna pappírskiljur í háskólum hefur Bandaríkjamönnum tekizt að
blása nýju lífi í bókasöfn sín, breyta þeim í einskonar neyzlumiðstöðvar,
þar sem stúdentar finna, að þeir eru komnir mitt í hinn lifandi heim bók-
anna og geta átt dagleg samskipti við bækurnar þar.11
Þegar um er að ræða bókmenntaverk, er margfalt erfiðara að koma á
slíkum samskiptum við neytandann. I ljósi þess hvernig fjöldasölubækur
verða til, og hvernig þær mótast af þjóðfélagsbyggingunni - nánar tiltekið
vestrænni þjóðfélagsbyggingu - má segja, að útgefendur þeirra mati fjöld-
ann, á býsna einræðislegan hátt, á verkum. sem sniðin eru fyrir þrengri fé-
lagshópa.
Ef við tökum sem dæmi franska útgáfu á pappírskiljum, sjáum við, að
útgefendur hafa bundið sig við tvennskonar tegundir bóka, á bókmennta-
sviðinu að minnsta kosti: við metsölubækur, þegar um samtímabókmenntir
er að ræða; og við gömul verk, sem talin eru hafa bókmenntasögulegt gildi
frá sjónarmiði háskólamanna. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fullnægj-
andi, og í hrifningarvímu nýjabrumsins verður lesandinn undrandi á því
að rekast á ódýrar útgáfur á verkum, sem orðin voru ófáanleg: Þetta er rétt
svo langt sem það nær, en þessi ofgnótt sem svo virðist vera, er villandi.
Á hverju ári eru í löndum eins og Frakklandi gefnar út um 150 til 200 sölu-
bækur og af þeim eru tæplega tuttugu metsölubækur. Um sígild verk er það
að segja, að fjöldi þeirra, sem enn eru ógrafin upp úr djúpi gleymskunnar,
er hvergi nærri óþrjótandi. Þeir þúsund höfundar, eða svo, sem að áliti
fræðimanna eru hinn sögulegi bókmenntaarfur Frakklands (og þá eru með
taldir ýmsir lítt kunnir höfundar), hafa ekki samið nema 5000 til 6000
verk, sem raunverulega eru bæf til fjöldaútgáfu, eða til útgáfu yfirleitt. Jafn-
vel þó að þýðingum sé bætt við, þá er hér um að ræða aðeins nokkur þús-
und gamlar bækur, og þar við bætist, þegar bezt lætur, tvö til þrjú hundruð
nýjar bækur á ári, og ekki er hægt að vænta neins frekar frá áætlunarbund-
inni bókmenntaútgáfu, sem heldur sér við takmarkaðan fjölda nokkurn veg-
inn öruggra bóka og skirrist við að tefla á tvær hættur. Þetta er alls ófull-
nægjandi til að viðhalda útgáfustarfsemi og þó enn frekar til að vekja og
viðhalda gróandi menningarlífi meðal almennings.
Penguinútgáfan í Bretlandi gerði sér fyrir löngu grein fyrir þessum vanda
og hefur reynt að leysa hann, en lausnirnar hafa hingað til ekki reynzt annað
en fróunarlyf. Ef við gaumgæfum útgáfu Penguins, sjáum við, að það er hinn
áætlunarbundni þáttur útgáfunnar, sem heldur fyrirtækinu gangandi, hvort
heldur það eru flokkar nytsemisbóka, barnabóka, leynilögreglusagna eða
247