Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 71
Minningar úr stéttabaráttunni
ingunni, að flokksforystunni væri mest í mun að verkfallið ynnist svo fólkið
missti ekki allt álit á verkalýðsforingjunum, og þá ekki síst Dagsbrúnar-
stjórninni; sósíalisminn yrði ekki aðeins að bíða betri tíma, heldur líka
allur sósíalískur áróður.
Eftir þetta flæktist ég á milli bílaverkstæða og var yfirleitt sagt upp með
þeim fyrstu ef fækka þurfti mönnum; auk hefðbundins kjaftháttar og slæmra
mætinga, sem sæmilega umburðarlyndur atvinnurekandi hefði kannski getað
þolað, notaði ég hvert tækifæri til að selja kúnnunum miða í happdrætli
Þjóðviljans og fleira sbkt. Það var höfuðglæpur. Á velmektardögum kalda
stríðsins var kommastimpill á bílaverkstæði sama og dauðadómur. Eg skildi
þetta ósköp vel og fór vanalega beiskjulaust. Maður krefur ekki stéttarand-
stæðinginn um réttlæti, því það á hann ekki til og getur aldrei eignast.
Á verkstæðinu hjá Sveini Egilssyni var ég þegar verkfallið hófst ’55. Þar
var drykkjuskapur meiri og verri en ég hef nokkurntíma kynnst á öðrum
vinnustöðum, og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Ég hef aldrei
verið vínhneigður til mikils skaða. En þarna má segja að Bakkus hafi sótt
mig fast, það leið aldrei svo dagur að manni væri ekki boðinn sjúss, og
það ósjaldan fyrir hádegi. Enda var mórallinn á staðnum fyrir neðan núll-
punkt.
Þá var það, að haldinn var liðsfundur sósíalista í verkalýðsfélögunum að
Þórsgötu 1. Sigurður Guðnason, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, talaði
fyrstur og talaði lágt, taldi ekki ráðlegt að leggja í verkfall einsog málin
stæðu. En á eftir honum komu upp þrír eða fjórir, töluðu allir ákaft með
verkfalli og fengu góðar undirtektir. Þá fær Sigurður Guðnason orðið í ann-
að sinn og er nú hvorki lágmæltur né hikandi, segist sjá það á fundinum að
grundvöllurinn fyrir verkfallsboðun sé allur annar en hann hafði haldið,
og því skuli nú óhikað lagt í slaginn! Var þá mikið klappað. Ég man ekki
eftir nokkrum fundi þar sem ríkt hefur jafnmikill einhugur og þarna.
Verkfallið — eitt ef ekki mesta verkfall sem háð hefur verið á íslandi -
stóð í sex vikur og var mjög víðtækt; í Reykjavík tóku þátt í því 14 félög.
Harkan var líka meiri en ég hef orðið vitni að bæði fyrr og síðar. í fyrsta-
lagi voru settar fram háar kröfur, þar á meðal krafan um atvinnuleysistrygg-
ingasjóð. í öðrulagi reyndist auðvaldið herskárra en oft áður, en það mátti
að nokkru rekja til þess, að árið áður hafði tekið við í Alþýðusambandinu
stjórn sem atvinnurekendur tjónkuðu lítið við; fannst þeim þessvegna ráð-
legast að gera það sem hægt var til að brjóta verkfallið á bak aftur og sýna
fólki svart á hvítu hver væri sá sterki og hver sá veiki.
213