Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
að smíða - vissi þó að komið var verkfall, en taldi mig ekki aflögufæran;
fannst það ekki forsvaranlegt að vera með börn í óinnréttuðu kofaskrifli
einn vetur enn. En ekki leið mér vel. Þá komu til mín tveir menn og sögðu
að ég yrði að koma á verkfallsvakt, það vantaði mannskap. Og var þá útséð
um þátttöku mína í húsbyggingum að sinni.
Þetta var eitthvert erfiðasta verkfall sem ég hef tekið þátt í. Menn voru
illa undir þetta búnir vegna atvinnuleysis. Kuldi var talsverður - þetta var
í desember - og sumir ekki aðeins illa skóaðir, lieldur líka illa klæddir. Ég
var á næturvakt allan tímann, sendur út og suður og næstum alltaf gangandi
— bílakostur var lítill sem enginn. En þetta voru smámunir hjá vandræðum
magans. Við á vaktinni fengum kaffi og sæmund og vorum því einsog í
paradís miðað við þau sem sátu heima, konurnar og börnin. Þau höfðu
engan fastan punkt í mataræðinu. Ég veit ekki hvernig hefði farið, ef KRON
hefði ekki útvegað mönnum saltfisk þegar í óefni var komið. Það var munað-
arvaran á verkfallslieimilunum síðustu daga verkfallsins. Og svo lenti maður
í því að stoppa kjötbíl niðrí Tryggvagötu, vakta liann verkfallið út og horfa
á kjötið úldna að svo miklu leyti sem það gat úldnað fyrir frosti! Þetta voru
dagar mikilla freistinga.
Þátttakan í verkfallinu var góð - svo fannst mér að minnstakosti þá -
og umræður oft hressilegar. Maður var þá kominn á það þroskastig að líta
ekki bara á verkfall sem tæki í kj arabaráttunni, heldur lika sem einstakt
tækifæri til að hafa áhrif á félaga sína, fá þá til að sjá verkfallið í víðara
pólitísku samliengi. Fyrir okkur kommúnistana skipti það ekki höfuðmáli
hvort við fengum nokkra aura meira eða minna á tímann, heldur hitt að sýna
þeim sem hægt var frammá nauðsyn þess að afnema auðvaldskerfið í eitt
skipti fyrir öll. Við söfnuðum líka áskrifendum að Þjóðviljanum og Rétti og
hvötlum menn eindregið til að hætta að kaupa Moggann. En þetta var óskipu-
lagt framtak nokkurra manna, við höfðum ekki neitt afl á bakvið okkur til
að ná verulegum árangri. Flokkurinn gerði það sem hann gat til að fá sem
flesta verkamenn á vaktirnar, en það var líka allt og sumt. Hann skólaði ekki
sína menn og sendi þá inná vaktirnar með áróður. Annaðhvort kom hann
ekki auga á tækifærið eða hann þorði ekki að notfæra sér það. Hann sat
eftir sem áður með sína miðstjórn einhversstaðar í andskotanum og tók dul-
arfullar ákvarðanir sem enginn vissi um. Við stóðum einir. Þjóðviljinn studdi
auðvitað verkfallið og það með prýði, en hann hjálpaði okkur ekki til að
reka sósíalískan áróður. Ef verkfallið var sett í eitthvert samhengi, þá var
það gert á þann hátt að kallarnir voru engu nær. Maður hafði það á tilfinn-
212