Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 73
Minningar úr stéttabaráttunni
til bíll kom á vettvang, fullur af verkfallsvörðum. En þá var báturinn kominn.
búinn að fá merki um að ekki væri allt með felldu og sigldur inní Kópavog.
Þar komum við að honum, en þá var líka búið að skipa töluverðu uppúr
honum og náðum við því aldrei.
Þetta er að skemmta skrattanum! Ekkert kemur borgarastéttinni eins vel
og að verkalýðurinn berjist innbyrðis. Af þessu lærði Dagsbrúnarstjórnin
og hefur engri bílastöð verið veitt undanþága á bensín eftir þetta.
Þessi saga getur líka þjónað sem dæmi um þennan höfuðvanda allra verk-
falla: um leið og verkalýðurinn gerir það sem hann getur til að svelta at-
vinnurekendur til undanlátssemi, sveltir hann sjálfan sig. Bílstjórarnir á Borg-
arbílastöðinni voru auðvitað stéttarbræður minir. Þeir gátu ekki unnið, því
við höfðum lokað fyrir bensínið. Þeir voru ekki í verkfalli og fengu þess-
vegna ekkert úr verkfallssjóði. Eflaust voru þetta fjölskyldumenn og gátu ekki
lifað á loftinu frekar en við hinir. Þeim fannst réttilega að þeir væru órétti
beittir, þarsem Hreyfill hafði fengið undanþágu. Þeir gripu því til þess óynd-
isúrræðis að reyna að smygla bensíni ofanaf Akranesi til að geta keyrt -
til að geta lifað. Ég áfellist þá ekki sem einstaklinga. Hitt er annað mál, að
öllum stéttvísum leigubílstjórum ber auðvitað að berjast fyrir því innan síns
félags að farið sé í verkfall með öðrum félögum, en ekki setið hjá og aðrir
látnir berjast fyrir hækkuðu kaupi.
í þessu verkfalli var ég tvær vikur uppí Hvalfirði. Verkalýðsfélaginu á
Akranesi þótti ekki treystandi til að gæta þess að ekki yrði landað úr olíu-
skipi sem lá í firðinum. Við vorum þarna fjórir saman í rútubíl sem einn
verkfallsmanna átti - hver vanalega viku til tíu daga í einu. Auk þess áttum
við að vakta þjóðveginn og stoppa þá bíla sem við grunuðum um bensin-
flutninga. Heldur var þetta daufleg vist og tilbreytingarlítil, eitthvað annað
en slagurinn fyrir sunnan. Verst af öllu var auðvitað að geta hvergi haft nein
áhrif, ekki einusinni rekið lítilsháttar áróður; þetta var pólitískt samvalið
lið, og þó samkomulagið væri kannski ekki alltaf einsog best var á kosið,
gátum við ekki gert okkur það til dundurs að þrengja hver inní annan grund-
vallaratriðum sósíalismans. En einn sunnudag fórum við tveir í sundlaug
útí Leirársveit, komum þar á bæ og töluðum við fólkið. Þar rak maður sig
á þessa sígildu blekkingu: menn eiga að geta haft sitt fram án þess að fara
í þessi verkföll. Þá var aftur einsog maður kæmist í samband við samfélagið,
þá gat maður aítur farið að gera eitthvað, hafa einhver áhrif. Reyndar geri
ég ekki ráð fyrir að við höfum snúið blessuðu fólkinu, en þessi stund sem
við stoppuðum þarna var mér samt mikil fróun, því í verkfalli þykir mér
215