Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 136
Tímarit Máls og menningar
úti, hetjudáðir þeirra í verki allt aörar en þær eru í oröum þeirra og ímynd-
un, stafar sízt af þeim neinum frægðarljóma. Herför Þorgeirs um Vest-
firði felst í því að murka líf úr kotbændum og ræna þá, eöa vega varnar-
lausa og blinda, en háöulegust eru viðskipti hans viö Butralda „kappa“
þann er hann ætlaði sér að hlaða, en þorði síðan ekki til við „og hafa menn
nú það til gamans um alt Island, er garpurinn lét eitt vesalmenni draga burst
úr nefi sér“, storkar Gils Másson honum. Erlendis bíður hans því minni frægð.
Eftir að skipið sem flutti hann utan brotnar við írland hrekst hann vesall
og snauður í víkingaher, verður vitni að fleiri morðverkum en frægðar og
garpskapar er konúngar nota þetta málalið á víxl til að berja á almúga,
stendur að lokum í orustu er aðrir voru flúnir einn uppi aðþrengdur múgi
sem hefur hann að athlægi, reitir af honum vopn öll og brýtur fyrir augum
hans og biður hann „snauta til síns heima“. Veit Þorgeir nú „eigi hver
áfangi honum er búinn með því hann heyrir aungvan dyn af flugi þeirra
kvenna er fara í svanhami að kjósa hetjum örlög“. Ratar hann í þyrnikjörr
stór og „hrökkvist höggormur um fót honum og bítur hann“ og „þykir hon-
um nokkuð hlægilegt að liggja á jörðinni bitinn af höggormi en eigi vopni“.
Bjargar smalasveinn honum á náðir húsfreyju einnar, er hjúkrar honum og
græðir sár hans, en víkingar höfðu drepið bónda hennar, og þykir nú Þor-
geiri „lítil orðin frægð norrænna manna“ og sezt kerling afgömul mælt á
norræna túngu á rekkjustokk hans, hrakyrðir hann og segir: „Tröll hafi
fræknleik yðvam og hermannasið; og skulu lofa morðverk yðar fífl þau
ein er þér teymið við yður og kallið skáld yður“. Og þegar hann vill ekki
sættast á að eiga ekkjuna, ekki „verða bleyttur og upptefldur á manþíngi“
„kastar húsfreyja eftir honum sófli um leið og hann haltrar út úr dyrum;
en kerlíng hafði þau orð við, að þar fór sá líkþrármaður er víst skal þola
háðulegan dauða nokkurn dag, hveimleiður og fjarri manna ténaði“.
Og ekki eru minni hrakfarir Þormóðs er hann fór „fyrst vestur á Græn-
land og síðan allar götur norður fyrir mannheim í sjö misseri“ án þess að
koma fram hefndum fyrir svarabróður sinn og átrúnaðargoð, en berst loks
við illan leik til Noregs að leita á fund Ólafs digra sem hann taldi hafa
haft fullting Þorgeirs Hávarssonar er verið hafi mesti kappi hans, og flytja
konungi kvæði. Og enn bíður Þormóðs þyngsta raunin er kippti að síðustu
stoðum undan draumahöll þeirra fóstbræðra. Sá konungur sem þeir ætluðu
„mestan á Norðurlöndum og í öllum heiminum“ skartaði eigi þeirri tign
er í augum þeirra stóð öllu ofar né sóttu þeir til hans þá frægð sem þá
dreymdi um. Þegar skip Þormóðs kemur við Noreg „spyrja þeir að um-
278