Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar
árum síðar hófu Englendingar innrás í landið. írland var eins og fundið fé
handa atvinnulausum lénsmönnum, sem orðið var ofaukið í heimahögunum
á Englandi. Þar var nóga jörð að fá ásamt landsetum. Innrás hinna lénsku
landherra Englands árið 1169 var fyrsti áfanginn á langri leið og í rauninni
má fullyrða, að alla daga síðan hafi samskipti Englands ogírlands veriðfólgin
í hernámi þessarar eyju, sem kennd er við græna litinn. Englendingar hafa
í aldaraðir reynt að sigra þessa þjóð, leggja undir sig hið fagra land, en ekki
tekizt það, og þó ekki alltaf verið vandir að meðulunum. Enn einu sinni
hefur það komið í Ijós, að undirokuð þjóð ber að lokum sigur af ofureflinu,
ef viljinn bilar ekki. En þó er það í rauninni eitt af því, sem telja má til
kraftaverka sögunnar, að Englendingum skyldi ekki takast að svipta íra
þjóðerni sínu, það er vitundinni um að vera sérstök þjóð, gædd einkennum,
sem ekki er hægt að afmá. Því að svo lengi má berja barn og þjóð lil ásta,
að risið verði upp gegn böðlinum og vendi hans.
Hinrik II. kallaði sig landsdrottin Ira, og það var ekki fyrr en árið 1541,
að nafni hans hinn áttundi í röðinni skrýddi sig konungstitli. Um daga Hin-
riks II. hreiðruðu Englendingar um sig í Dýflinni, hinni gömlu víkingaborg,
og uppsveitum hennar. Sjálfur tók Hinrik II. virkjaðar borgir írlands til
eigin afnota og gerði að eign krúnunnar, í hverri borg var reistur kastali með
setuliði, en Dýflinni og héruðin, sem að henni lágu, voru kölluð „Skíðgarð-
urinn“, The Pale, og hélzt það nafn lengi við lýði á írlandi. Um áratugi og
aldir var „Skíðgarðurinn“ höfuðsetur hins enska valds, en að öðru leyti fékk
enskur lénsaðall að skipta með sér þeim jörðum sem þeir komust yfir. En
þegar sleppir fyrstu kynslóð þessara lénsherra þá voru þeir orðnir að írum
án þess að vita af því, írskar barnfóstrur kenndu hinum aðalbornu Englend-
ingum herraþjóðarinnar írsku, og á sömu stundu var hið enska þjóðerni
þeirra gufað upp. Það er ekki fyrr en í lok 16. aldar, að Englendingar ná
tökum á írlandi öllu. Miklir viðburðir höfðu orðið í sögu Englands á þeim
áratugmn: hin ensku siðaskipti. Að inntaki var enska siðbótin framar öllu
nýskipting á þeim auði, sem kaþólsk kirkja hafði rakað að sér um aldir:
kirkj u- og klaustraeignir bárust á hendur leikmanna, oftar en ekki fyrir lítið
verð. Irar héldu fast við sína fornu trú og kirkjuskipan, kaþólskuna. Þess
vegna varð ránið á jarðagóssi heilagrar kirkju miklu sárara á írlandi en
meðal Englendinga. Siðbótin á Irlandi fór fram sem stórfelld ránsför og
mikill hluti jarðeigna kirkjunnar og hinna innbornu írsku jarðeigenda voru
afhentar enskum aðalsmönnum og setuliðsmönnum. Á írlandi óx nú upp
ný stétt enskra stórjarðeigenda sem arðrændu írsku bændurna án náðar og
146