Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 43
Úr dagbók
spelahjalli, sem þeir kalla Listamannaskála og bráðum verður rifinn. - Guði
sé lof og dýrð.
Veturliði er listmálari, það verður ekki af honum skafið, nema, í dag
er hann aðeins ein suðubólan í nornakatlinum. Kannski leynist þar feitur
hryggjarliður undir. - Hver veit? - Og til hamingju óska ég honum hvernig
sem þetta allt fer.
26
Ennþá er bókmenntagagnrýnin sjálfri sér lík í Mánudagsblaðinu. Fyrir
nokkuð löngu síðan lét einhver spekingurinn hafa þar þau orð eftir sér,
að Tíminn og vatnið hans Steins, væri til þess eins hafandi að kasta kverinu
í hausinn á útgefandanum. - Nú skrifar einhver huldukallinn skæting til
ungra ljóðskálda fyrir þær sakir einar að vænta launa fyrir verk sín, ekki
fátæktar vegna, hvorki ríkis né höfundar, nei, heldur þess vegna eingöngu,
að þeim sé ekki sú list lagin að skrifa bækur. Þetta sé allt saman á mis-
skilningi byggt. - Menntamálaráð ætti að sjá sóma sinn í því að hrækja á
þessa bósa skriffinnskunnar, i stað þess að viðurkenna bullið með vasa-
peningiun.
Mér finnst þessi garpur - þessi þorgeir hávarsson - ætti að skríða út úr
feluskúta sínum til að sýna manni andlitið á þeim manni, sem þetta heiðr-
aða blað velur sér að bókmenntarýni.
Ég fellst að vísu ekki á þá skoðun Steins Steinars, að hið hefðbundna
ljóðform sé dautt. Langt frá því, svo langt, að ennþá virðist vera hægt að
kveða rímu á íslandi sem ekki er sneydd öllum skáldskap. - Jón vinur minn
Rafnsson hefur nýverið fært á það sönnur með kveri sínu um Rósa.
Ljóðið er eins og grasið þarna úti á flötinni: Þú slærð það í dag, þurrkar
á morgun og kemur því í hlöðu. - En viti menn: að ári liðnu er bletturinn
þinn aftur orðinn jafn ríkur og hann var í gær. - Það er nefnilega ekki hægt
að drepa grasið. - Að vísu er unnt að troða það í svað niður, en þá kemur
bara einhver hjartahreinn maður til að strá fræi. - Kannski lítið eitt af-
brigðilegu fræi, en fræi engu að síður. Og kannski þér finnist gróðurinn
eitthvað imdarlegur í fyrstu, en ekki líður á löngu þar til þú kannt jafn vel
við hann og gamla gróðurinn - kannski betur. Og dætur þínar velta sér
nöktum í dögg þessa nýja grass þegar Jónsmessan kemur til að blessa allt
hold. — Og þær verða fegurri og hraustari en nokkru sinni fyrr.
Þær eru systur ljóðsins - og þú ert faðir þeirra og þess.
185