Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
011 eru þessi dæmi vitaskuld hreinn tilbúningur, en þau eiga við í mjög
mörgum tilvikum. Það hefur ósjaldan komið fyrir, að ein metsölubók, sem
gefin hefur verið út í nokkur hundruð þúsund eintökum og skynsamlega
hagnýtt, hafi haldið útgáfufyrirtæki gangandi í nokkur ár án þess að hirðu-
leysi í stjórnun, skeikult bókaval og ýmis glappaskot í sölustarfsemi tefldi
því í bráða hættu. Hægt er að reka slæma útgáfu í stórum stíl í skjóli góðrar
útgáfu í smáum stíl. Slíkt neikvætt öryggi er útgefendum hvatning til að
hliðra sér hjá að sýna ábyrgðartilfinningu í vali bóka. Þetta er í rauninni
happdrætti, þar sem meðaltalslögmálið er alltaf vilhallt göslaranum. Afleið-
ingin verður sú, að ágóðinn af rekstrinum í heild er alltaf tryggður án til-
lits til þess hvernig höfundarnir eru eða verk þeirra. Þetta er ástæðan til
þess að mikill hluti af þeirri bókmenntaframleiðslu (einkum skáldskap), sem
í umferð er nú á tímirm, er kæruleysislega unnin og illa skrifuð verk, sem
sérhver bókmenntaráðunautur með sjálfsvirðingu ætti annað hvort að hafna
eða senda aftur til endurritunar.
Því er þannig eins farið lun óáætlunarbundna og áætlunarbundna útgáfu,
að þegar hún er stunduð úr hófi fram, leiðir hún til þess, að efnahagslega
hættir höfundurinn að skipta máli, að skilnaður verður milli gróðamögu-
leika hans og útgefandans. Reynslan sýnir, að slíkur aðskilnaður hefur óhjá-
kvæmilega í för með sér hrörnun bókmenntanna. Meðan bókmenntirnar voru
aðeins félagslega takmarkað fyrirbæri, meðan hægt var að telja til bók-
mennta þau verk ein, sem fámennur hópur útvaldra taldi góð, gátu menn
látið sig þessa hrörnun litlu skipta og skipað þeim verkum, sem hún birtist
í, til sætis í undirheimum eldhúsreyfaranna. En þetta er ekki lengur hægt
eftir að bókmenntirnar eru orðnar einn af fjölmiðlum nútímans.
Bœkur, sem ná fjöldaútbreiðslu.
Hyperbólulögun sölulínu skyndisölubókar sýnir, að markaðurinn sem hók-
in var ætluð fyrir, sé smám saman að mettast. Þessi mettun á vitaskuld ekki
við um alla einstaklinga innan þessa hóps, heldur einungis þá, sem líklegt er
að þessi sérstaka bók veki áhuga hjá - þ. e. þá sem bregðast á sjálfstæðan
og meðvitaðan hátt við lestri hennar. Vafinn, sem leikur á um sameiginleg
einkenni væntanlegra lesenda, ásamt því að ógerlegt er að sjá fyrir viðbrögð
þeirra, er einmitt sá þáttur, sem gefur óáætlunarbundinni útgáfu skapandi
gildi. Ofureðlilegt er, að dreifingu skyndisölubókar séu viss takmörk sett, jiví
að hún er bundin við þann fjölda manna, sem áhuga hafa á þessari bók.
Þessi fjöldi verður auk þess að vera nægilega mikill til að „bera uppi“
242