Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
sem þeir hafa sjálfir fundiö og valið, og ef bóksalinn gerir sér ekki far um
að fylgja eftir bók, höfundi eða tegund bókmennta, þá glatar liann tengslum
við þá kaupendur, sem velgengni hans er undir komin.
Hér erum við þá aftur komin að þeirri staðreynd, að bækur eru fyrir-
brigði, sem ekki er unnt að skilgreina. Sú saga er sögð, að í tilteknu landi,
þar sem mikið var um hershöfðingj a, hafi verið ákveðið að gefa hershöfð-
ingja, sem var að hætta störfum, sjaldgæfa og dýrmæta útgáfu af gamalli
hók. Hinn aldni stríðsmaður leit á bókina og sagði: „Bók? Hvað á ég að
gera við hana? Ég á bók fyrir!“
Þessi saga gefur skemmtilega mynd af þeim mun, sem er á bókum og
öðrum neyzluvörum, á útvegun lesefnis og annarri þjónustu. Þegar kjötkaup-
menn selja kjöt, þegar bifreiðaviðgerðarmenn gera við bíla, þegar snyrti-
vörukaupmaður mælir með sérstakri tegund sápu, er starfsemi þeirra hags-
munamál allra, sem neyta matar, ferðast og þvo sér - m. ö. o. svo til allra
samborgara þeirra. Þegar bóksali býður bók lil sölu, er það einungis hags-
munamál þeirra, sem áhuga hafa á þeirri bók. Að frátöldum nokkrum mun
á hentisemi eða smekk, getur einn kjötbiti komið í stað annars, og sama á
við um bílaviðgerðarmann og sápu. En ein hók getur ekki komið í stað
annarrar, lestur hennar er sérstakt, einstaklingsbundið ævintýri, sem ekki er
hægt að endurtaka eða líkja eftir og ekkert getur komið í stað hans.
Af þessu deiðir því, að sala bókar er ekki sambærileg við sölu nokkurs
annars varnings. Ekki er heldur hægt að auglýsa bækur á sama hátt og ann-
an varning. Sá sem selja vill sápu, setur upp auglýsingaspjöld á almannafæri,
því að fræðilega séð þarf liann að ná til allra. Gildi auglýsingarinnar reikn-
ast út frá því hve líklegt er að margir sjái hana. Bók höfðar aftur á móti
aðeins til hóps manna, sem er í senn ákveðinn að því er snertir smekk og
óákveðinn að því er snertir félagslega samsetningu og búsetu. Venjulegar
auglýsingaaðferðir mundu í þessu tilviki bera tiltölulega lítinn árangur í
samanburði við kostnað, því að reikna verður hann út ekki eftir heildarfjölda
þeirra, sem sjá auglýsingarnar, heldur út frá hinum óþekkta hópi, sem lík-
legt er að hafi áhuga á bókinni.
Augljóst er, að með áætlunargerð fyrir hókaútgáfu er unnt að einangra
stóra hópa sérhæfðra lesenda og réttlætir hún þannig, að viss tegund aug-
lýsinga taki mið af slíkum hópum, en ef sama aðferð væri látin ná til allrar
útgáfustarfsemi, mundi það hafa í för með sér, að hafna yrði öllu vali, þess-
um mikilvæga þætti, sem, eins og við höfum áður séð, kann að vísu að vera
megináhættan, sem bókaútgáfu fylgir, en er jafnframt trygging fyrir grósku