Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
er hrifinn af Þóri Bergssyni. Það finnst mér skrýtið, eins og hann er þó góð-
ur spilari. - Eða, er hann kannski ekki góður spilari? - Mér finnst hann
góður spilari. — Mér finnst hann spila bara vel á píanóið sitt. — Eða spilar
hann kannski ekki vel á píanóið sitt. - Er Þórir Bergsson góður rithöfund-
ur? — Kannski er Þórir Bergsson góður rithöfundur, þó mér finnist hann
ekki góður rithöfundur. - Eins er það með kokkinn. - Hver er góður
kokkur og hver er ekki góður kokkur? - Ætli það fari ekki nokkuð eftir
bragðskyni manna, hvaða dóm kokkurinn hlýtur. Mér finnst til dæmis
sangur hafragrautur allra mata beztur. Dósóþeusi finnst sangur hafragrautur
allra mata verstur. - Hvor okkar er svo dómbær á kokkinn?
Ég veit, að hefði Steinn lifað, þá væri þetta ekkert vandamál. Hann hefði
verið fljótur að leiða okkur í allan sannleika. — Mikið skelfingar feikn vissi
sá maður mikið. — En Steinn er dáinn. Hann dó alltof snemma. — Guð veri
með Steini, þó hann færi dálítið hirðuleysislega með sálina í sér á stundum.
- En gáfulegri vísu um jólin hefur enginn ort. - Já, Steinn var verulega gott
skáld, og þó horfði ég á það með mínum eigin augum þegar einn vestfirzkur
séntilmaður ætlaði að drepa hann úti á miðri gangstétt niðri í bæ, og það
vegna þess hvað hann væri vont skáld. - Svona eru viðhorf mannanna mis-
jöfn.
Ekki man ég heldur betur en Jónas dræpi Sigurð Breiðfjörð hérna á dög-
unum, en hvernig fór? — Það vita allir hvernig fór.
Jæja. - Kannski er Þórir Bergsson gott skáld þrátt fyrir allt.
25
Ég var að koma af sýningu frá Veturliða. - Hann er svona sæmilegur málari.
Hérna er hann þó, að mér finnst, undir sterkum áhrifum frá Kristjáni Davíðs-
syni. - Það er svo sem ekki leiðum að líkjast, en Veturliða ætti það að vera
hreinn óþarfi. - Kannski er þetta líka missýning hjá mér.
Hann virðist hafa verið að mála vestur í Breiðafjarðareyjum. Ein mynd-
anna heitir til dæmis Flateyjarsund. Sú nafngift er út í hött. Önnur heitir
Vaðlaberg í Hergilsey. Það er skrýtið. Vaðsteinabjarg heitir í Hergilsey
þar sem Ingjaldur forðum daga stóð uppi á, þegar Börkur digri var á hött-
unum eftir lífi Gísla Súrssonar. Sú saga er öllum kunn og bjargið síðan
ginnheilagur staður. Þriðja myndin heitir Látralönd. - Tóm vitleysa. -
Allt saman 25 aura litasmurningur á 25 þúsundir króna stykkið.
Skemmtilegastar myndanna eru Efjugras og Ægissíða. - Kannski er Ægis-
síða bezt gerða myndin, þó hún sé nokkuð feimnislega staðsett í þessum
184