Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 162
Tímarit Máls og menningar
Bandaríkin, sera liagnýttu sér ekki þá til-
högun milliskeiðsins ... og tókust þegar í
stað ... á herðar þá skuldbindingu að setja
ekki höft á greiðslur og tilfærslur vegna
alþjóðlegra millifærslna á rekstrarreikn-
ingi.“8
I útlegð á styrjaldarárunum gerðu ríkis-
stjórnir nokkurra landa í Vestur-Evrópu
hverjar við aðra viðskiptasamninga, sem
gildi tækju að ófriðnum loknum. Og fyrstu
árin eftir styrjöldina tíðkaðist það enn
víðast hvar í heiminum, nema í Norður-
Ameríku, að tvö lönd semdu sín á milli
um viðskipti og greiðslur. „Síðustu mán-
uðina fyrir ráðstefnuna í Bretton Woods
höfðu Evrópumenn þeirri skoðun oft á loft
haldið, að eitt brýnasta verkefni ráðstefn-
unnar yrði að samræma viðskiptasamninga
á milli tveggja landa og fella þá inn í al-
hliða skipan, svo að auðveldara yrði um
vik en áður að færa innstæður og skuldir
á vöruskiptareikningum á milli landa og
skipta þeim í aðra gjaldmiðla. Á milli
tveggja landa í Vestur-Evrópu voru gerðir
liðlega tvö hundruð viðskiptasamningar
frá lokum styrjaldarinnar til 1950. Reikn-
ingsskuldir á milli landa þessara umfram
tilnefnd lágmörk voru greidd í gulli eða
Bandaríkjadollurum. Þannig var fyrsta
skrefið stigið í Vestur-Evrópu til upptöku
alhliða viðskipta á ný. Holland og Belgía
gerðu 1947 tillögu um myndun greiðslu-
kerfis í Vestur-Evrópu upp úr þessum við-
skiptasamningmn á milli tveggja landa.
Löndin skyldu jafna skuld sína við eitt
land með innstæðum sínum í öðru, að þau
lögðu til, þótt löndin skyldu greiða í gulli
endanlega skuld sína i lok reikningsársins.
Samkomulag um slíka greiðslutilhögun
undirrituðu Belgía, Frakkland, Holland,
8 International Monetary Fund, First
Annual Report on Exchange Restrictions,
1950, bls. 22-23.
Italía, Luxemburg, og Italía í nóvember
1947, og stuttu síðar urðu liemámssvæði
Bretlands og Bandaríkjanna í Þýzkalandi
aðilar að því. Ári síðar, 1948, tók við af
því samkomulag um evrópskar millifærslur
og bætur.
Evrópska greiðslubandalagið mynduðu
lönd þessi í Vestur-Evrópu 1950 að undir-
lagi Efnahagslegu samvinnustofnunarinn-
ar, sem hafði með höndum Marshall-féð.
Aðildarlöndin jöfnuðu reikningsskuldir
sínar eða innstæður hvert hjá öðm bein-
línis við greiðslubandalagið. Tilfærslur
bæði á rekstrarreikningi og höfuðstóls
vom gerðar upp að þeiin hætti. í lok
reikningsára voru endanlegar innstæður
eða skuldir aðildarlandanna jafnaðar með
gulli eða lánum að flóknum reglum. I
því skyni að greiða fyrir tilfærslunum
styrktu Bandaríkin greiðslubandalagið með
$ 272 milljóna framlagi. Samningurinn um
Evrópska greiðslubandalagið var endur-
nýjaður árlega til 1958. en fyrir atbeina
þess höfðu þá alhliða greiðslur að miklu
leyti verið upp teknar að nýju í Vestur-
Evrópu.
I Vestur-Evrópu var atvinnuleg fram-
vinda hröð á sjötta áratugnum. Upptaka
alhliða greiðslna og viðskipta að nýju var
fyrir þær sakir auðveldari en ella. Iðnað-
arframleiðsla landanna í Greiðslubanda-
lagi Evrópu óx um 37 hundraðshluta í
reynd og verzlun þeirra á milli ríflega tvö-
faldaðist frá 1949 til 1955. „Meira en þrír
fjórðu hlutar þeirra $ 32 milljarða, sem
skuldir þeirra eða inneignir urðu alls
1950-1956, vom jafnaðir með alhliða og
ítrekuðum tilfærslum, svo að einungis
þurfti, nettó, að gera upp 25 hundraðs-
hluta innstæðnanna og skuldanna. í gulli
eða dollurum voru 66 hundraðshlutar
þeirra greiddir, en hlutfall þeirra óx smám
saman úr 21 hundraðshluta fyrsta starfsár
þess upp í meira en 100 hundraðshluta á
304