Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 47
Úr dagbók
kista herra Páls Jónssonar, eins hugþekkasta manns allra herraðra kalla gam-
als tíma þessa staðar, sem lyfti sál minni uppí þá heiðríkju sem lifði í þessu
stílhreina húsi.- Það var altarislafla NínuTryggvadóttur. Aldrei hefur íslenzk
kirkja eignazt svona dýrt listaverk og ég efast um hún eigi það eftir. Glugg-
arnir hennar Gerðar eru hka hreint afbragð. - Við erum ekki aldeilis á
hausnum meðan við eigum þær Nínu og Gerði. - Ég ætlaði aldrei að geta
hætt að horfa á þessa sálma myrkurs og ljóss og allra tóna.
Því miður þóttumst við ekki hafa mikinn tíma til að litast um á staðnum.
Þessi skyndiferð var aðallega farin til að horfa á stóðið og fjöllin. Þó kom-
um við að minningarsteini Jóns biskups Arasonar, til að gera þar bæn okk-
ar, hefðum við verið nógu vel krislin, en við vorum ekki nógu vel kristin, og
Islendingurinn í okkur var harla smár, enda er nú langt síðan þessi ástmög-
ur guðs og lands var myrtur.
Ég tók ofan um leið og við kvöddum Skálholt, en Kristín þuldi í barm
sér vísu kellingarinnar: Þagað gat ég þá með sann / þegar hún Skálholts-
kirkja brann.
Við renndum í hlaðið hjá einu urtahúsi Hvergerðinga til að kaupa tómata
og gleðja augun við suðrænan gróður og apakríli lúsugt en skemmtilegt.
Fyrir ekki alllöngu síðan var þarna nýlenda skálda og listamanna. Nú er
þarna ekkert séní uppistandandi lengur annað en séra Gunnar hempulausi.
Það finnst mér afar sorglegt.
Krýsuvíkurvegurinn er skrýtinn vegur, hann er endalaus. Var það ekki
einhvers staðar hér sem hún Helga Bárðardóttir „mornaði og þornaði“ fyrir
sakir ólukku ástarinnar til hans Miðfjarðar-Skeggja skratta? Ekki minnir
mig betur. Hjalli hét bærinn og heitir enn. Það varyfir honum tárvotur himin-
blettur. Það brot, eða þau brot, sem við eigum úr ævisögu Helgu þessarar,
er mikil sorgarsaga, og hefur sennilega komið út tárunum í mörgu auga við-
kvæms unglings. - Mig minnir helzl að ég hafi sjálfur grátið yfir henni.
Stelkurinn, spóinn og kýrnar meðfram veginum sem við ókum, voru okk-
ur nokkur raunabót í úrigu geðrökkri historíunnar.
Og áfram var haldið út endaleysu vegarins og talað við mófuglinn, en
kall fyrirfannst enginn. — Kristín var þögul og þreytt.
Loksins sáum við grilla í Strandakirkju og í þeirri sömu andrá sprakk
slangan á öðru framhjóli bílsins okkar. - Láðist okkur máske að heita á
guðshúsið uppá happasæla ferð? - Annars var þetta ekki mikið slys. Kristín
fixaði bilunina á mettíma og ein síns liðs, þótt hún gæti varla staðið fyrirsakir
gigtarstings. Það var kraftaverk. - Kannski guð hafi verið með okkur þrált
189