Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 83
Minningar úr stéttabaráttunni
til byltingarsinnaður verkalýðsflokkur sem stendur undir nafni, þá er stéttin
sem heild vopnlaus eða því sem næst. Og vopnlaust fólk vinnur aldrei neina
sigra.
En þó ýmsar hættur fylgi þessu einangraða starfi í stéttarfélaginu, þá er
ég ekki svo hræddur við það, að það hvarfli að mér að draga mig í hlé til
að lesa öndvegishöfunda marxismans og forða mér þannig frá pólitísku
skipbroti. Það verður að vera ákveðið samræmi milli orðs og æðis. Og
sá sem flýr á vit orðanna og forðast athöfnina, hann er gunga. Ég lít svo á,
að starfið í verkalýðshreyfingunni sé brýnna nú en oft áður, því þeir sem
þar koma til með að berjast á næstu árum geta átt eftir að verða vísir að
framvarðarsveit nýs verkalýðsflokks. Og auðvitað get ég ekki látið mitt eftir
liggja. Ég er ekki siðlaus. En það er enguaðsíður mjög mikilvægt að gera
sér grein fyrir þeim hættum sem felast í millibilsástandi einsog þessu sem
við lifum nú.
Ég hef orðið var við töluverða uppgjöf hjá mörgmn félögum mínum úr
Sósíalistaflokknum. Annaðhvort lifa þeir í sama pólitíska tómarúminu og
ég eða þeir eru í Alþýðubandalaginu og finnst þeir ekki eiga þar heima;
sumir eru jafnvel með samviskubit af því að vera þar á skrá og hafa engin
álirif. Þeir finna það sama og ég: það er búið að stela af okkur flokknum,
sjálfu baráttutækinu. Og svo skella þeir allri skuldinni á forystuna sem
sveik, draga sig inní skel og telja alla baráttu vonlausa; halda samt áfram
að trúa því að sósíalisminn komi einhverntíma. Þarna skilja leiðir. í stað-
inn fyrir að segja að það sé búið að stela af okkur flokknum, þá hef ég
tilhneigingu til að orða þetta þannig, að það séum við sem höfum látið
stela honum frá okkur. Ef við hefðum áttað okkur í tíma og haft mann-
dóm til þess, þá hefðum við getað sópað þessari forysluómynd útí ystu
myrkur og komið í veg fyrir slysið. En við sofnuðum á verðinum. Og þegar
maður ásakar sjálfan sig í staðinn fyrir að ásaka aðra, þá fyllist maður ekki
uppgjöf, heldur finnur maður hjá sér hvöt til að læra af eigin mistökum
og standa sig betur í næstu lotu. Ég ætla mér ekki að setjast í helgan stein
og láta mér nægja að trúa því að sósíalisminn komi einhverntíma. Sósíal-
isminn kemur aldrei ef það er ekki barist fyrir honum. Það verður að berj-
ast fyrir öllu.
Auk þess er ég hættur að trúa á nokkurn skapaðan hlut. Reynslan hefur
kennt mér að efast. Það getur allt brugðist. Ég óska mér síðurensvo aftur
til áranna 1942-1944, þegar framtíðarsýnin var hvað björtust, þegar menn
trúðu því, að flokkurinn væri tækið sem örugglega mundi færa okkur sig-
15 TMM
225