Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 5
Kartajlan og konungsríkid
miskunnar. Kaþólskir menn, yfirgnæfandi meiri hluti írsku þjóðarinnar,
voru sviptir öllum pólitískum réttindum. Arið 1610 gerðu Irar í Ulster á
Norðurírlandi uppreisn. Hún var bæld niður og tveir þriðju allra jarðeigna
í héraðinu voru teknir eignarnámi og skipt á milli enskra og skozkra mót-
mælenda. Þetta var upphafið að þjóðernislegri og trúarlegri skiptingu
írsku þjóðarinnar. Grundvöllurinn var lagður að pólitískri meginreglu Bret-
lands: að deila og drottna, og höfðu í því efni rómverska stjórnspeki að for-
dæmi og fyrirmynd. Og á vorum dögum höfum við fyrir okkur afleiðingar
þessarar stjórnarstefnu á forsíðum blaðanna og í fréttum annarra fjölmiðla.
Líkum aðferðum var heitt annarsstaðar í landinu. Árið 1641 gerðu írar
enn uppreisn, sem stakk sér niður um land allt. í fyrstu lotu tókst þeim að
sigra ensku hersveitirnar, sem sendar voru til írlands og í borgarastyrjöld-
inni skipuðu þeir sér við hlið konungsvaldsins. Það voru dapurleg örlög
írsku þjóðarinnar, að sögulegar aðstæður skyldu knýja hana til að setjast
á bekk með þeim aðilum, sem reyndu að stöðva rás sögulegrar framvindu.
Þegar Cromwell hafði sigrað heri hinna konunghollu fór hann með her
manns til írlands. Hann kæfði uppreisn íra í blóði. Margar þúsundir íra
voru seldar í ánauð, enn fleiri voru reknir af jörðum sínuin, en mótmælenda-
trúarmenn settir á jarðnæði þeirra. írar voru sviptir þjóðþingi sínu, en
hrepptu það raunar aftur eftir byltinguna 1660, þegar Stúörtimum var steypt
af stóli. Jakob II. Stúart, sem misst hafði kóngstign og völd freistaði þess
að nota írland sem móðurskip til þess að ná aftur völdum á Englandi. Hann
hafði verið neyddur til að fara frá völdum á Englandi, en 1689 hélt hann
til írlands og var í fararbroddi fyrir frönskum her, sem hinir írsku inn-
byggjendur tóku tveim höndum. En ekki var ár liðið er írsku uppreisnar-
mennirnir höfðu verið gersigraðir af hersveitum Vilhjálms af Óraníu og
tveimur árum síðar var kyrrð komin á í landinu. írska þjóðin var ofsótt
miskunnarlaust, fjölskyldur í þúsunda tali voru reknar af jörðum sínum og
kaþólskir menn voru ofsóttir og svívirtir í nafni hinna svo kölluðu refsilaga.
Allar írskar atvinnugreinar, sem gátu haft í fullu tré við enskan iðnað, voru
lamaðar. Bannaður var útflutningur á írskum ullarvörum fyrir þá sök, að
enskar ullarvoðir fengu ekki keppt við írskan vefnað á mörkuðum Evrópu.
Enska þingið lagði útflutningsbann á írska dúka í þessu skyni. Á dögmn
Cromwells voru 8 kaþólikkar á hvern mótmælendatrúarmann, en í lok 17.
aldar var hlutfallið 4 á móti einum. Á 18. öld varð enska drottnandi mál á
írlandi. Jarðir söfnuðust á hendur enskra jarðeigenda, en írar urðu ýmist
vinnumenn eða leiguliðar. Margir hinna ensku gósseigenda höfðu ekki annað
147