Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 53
Minningar úr stcttabaráttunni
er kominn heim og segir sínar farir ekki sléttar, það séu helvítis mikil átök
niðurvið Gúttó milli lögreglunnar og verkamanna. Yngvi hróðir minn var
ekki kominn heim, og mamma spyr hvort það geti átt sér stað að verið sé
að drepa elsta soninn. Pabbi segir að lögreglunni sé trúandi til alls, enda
alvopnuð. Svo fer ég í skólann. Og um leið og kennarinn okkar, sem var fræg
íhaldskelling hérna í bænum, er búin að loka stofunni, hefur hún máls á því,
í senn skelfd og öskureið, að nú sé ástandið alvarlegt, kommúnistaskríllinn
sé að taka bæinn. Mér fannst þetta skjóta svolítið skökku við, því pabbi var
nýbúinn að segja það heima að lögreglan væri að berja á verkamönnum
þarna niðurfrá til að fá þá til að sætta sig við lækkað kaup. Meira vissi ég
reyndar ekki um málið, en fannst auðvitað vissara að trúa heldur pabba en
kellingarálkunni. Svo ég ríf mig þarna uppúr öllu valdi og segi að þetta sé
helvítis lygi. Nú, það var ekki beinlínis hentugt fyrir skólakrakka að standa
uppí hárinu á kennaranum, enda orgar kellingin á mig og segir mér að þegja.
Ég hef sennilega ekki verið alveg á þeim buxunum, því kellingin fer og
kallar á skólastjórann. Þau tala sig svo saman um það í allra áheym, að nú
skuli kauði settrn: í skanunarkrókinn, því þetta sé agabrot. Ég hafði grun um
að skammarkrókurinn væri ekki fjandi góður, svo ég stekk uppí gluggakist-
una og snara mér uppí opnanlega gluggann sem var fyrir ofan stóru rúðuna.
Þar náðu þau að krækja í löppina á mér, en einhvernveginn tókst mér samt
að slíta þau af mér. Þetta endaði með því að ég datt flatur niðrí kálgarðinn
sem þarna var undir veggnum. En þá var ég líka sloppinn undan þessinn
krossberum íslenskra menntamála og hljóp beint heim. Þar sagði mamma mér
að Yngvi væri kominn í tukthús, allur lemstraður. Seinna frétti ég, að þegar
verkamennirnir voru búnir að brjóta upp hurðina, hafi samvalinn hópur sex
manna farið inní salinn. Þar lendir Yngvi í yfirlögregluþjóni, Erlingi Páls-
syni, tekur hann hryggspeimutökum og kemur honum undir. En þar sem
hann lá oná honum, var hann sleginn aftanfrá í hnakkann með þessum íben-
holtskylfum sem lögreglan gekk með í þá daga. í tuktliúsinu var hann milli
heims og helju. Uppfrá þessu fór hann að fá afleitan höfuðverk og leið oft
mikið.
Mig minnir að ég hafi ekki verið sérlega ástundunarsamur í skóla eftir
þetta.
I Sogunum hafði ég kennara, Jón að nafni og norðlenskrar ættar. Hann
hafði framhaldssögu fyrir okkur um veturinn og fjallaði hún um rauðan,
stóran og ljólan bola. Ég gat ekki fundið annað útúr þessu en það, að hann
væri að reyna að koma okkur í skilning um að til væri eitthvert ljótt, rautt
195