Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 158
Tímarit Máls og menningar
sjóðurinn aukið með því að kaupa gull og
gjaldmiðla landa þessara.,a
vi. Ajnot aj jjármunum sjóðsins
Um lánastarfsemi sjóðsins er á kveðið
í stofnskránni, (V-2):
„.. .starfsemi á vegum sjóðsins skal
vera einskorðuð við færslur í því augna-
miði að láta aðila í té, að frumkvæði slíks
aðila, gjaldmiðla annarra landa í skiptum
fyrir gull eða gjaldmiðil aðilans, sem
kaupanna æskir.“
Kaupréttur aðildarlandanna lýtur reglum
í stofnskránni (V-3):
„Aðili skal eiga tilkall til að kaupa
gjaldmiðil annars aðila af sjóðnum í skipt-
um fyrir eigin gjaldmiðil, ef hlítt er þess-
um skilyrðum: (i) Aðilinn, sem æskir að
kaupa gjaldmiðilinn, kveði hans vera um
sinn þörf til að standa í gjaldmiðlinum skil
á greiðslum, sem eru í samræmi við ákvæði
þessa samkomulags ... (ii) Eign sjóðsins í
gjaldmiðli kaupaðilans yxi ekki um meira
en tuttugu og fimm hundraðshluta af kvóta
hans af völdum fyrirhuguðu kaupanna á
tólf mánaða skeiði, sem lyki á kaupdegin-
um, né umfram tvö hundruð hundraðshluta
af kvóta hans, en tuttugu og fimm hundr-
aðshluta mörkin skulu gilda aðeins að svo
miklu leyti sem eign sjóðsins á gjaldmiðli
aðilans hefur verið aukin umfram sjötíu
laHeiIdarupphæð kvóta aðildarlandanna
var upphaflega ákvörðuð alls 11 millj-
arðar Bandaríkjadollara. Sjóður með
það fjármagn til ráðstöfunar var talinn
hafa valdið greiðsluvanda alþjóðlegra
viðskipta síðustu árin fyrir II. heims-
styrjöldina. Þegar til kom, varð þó upp-
hafleg heildarupphæð kvótanna nokkru
lægri en þessi upphæð, því að Ráð-
stjómarríkin og nokkur önnur stofnríki
Sameinuðu þjóðanna gengu ekki í sjóð-
inn.
og fimm hundraðshluta af kvóta hans, ef
hún hefur verið undir því marki.“
Þessi kaupréttur er þó fyrirvara undir-
orpinn. Ef í sjóðnum er hörgull á umbeðn-
um gjaldmiðli, svo að stjóm sjóðsins hefur
lýst hann fágætan, gilda ákvæðin ekki.
Um kaup aðildarlands á gjaldmiðli annars
aðildarlands við gulli segir í stofnskránni,
(V-6):
„Sérhver aðili, sem æskir beinlínis eða
óbeinlínis að kaupa gjaldmiðil annars aðila
við gulli skal öðlast hann fyrir sölu á gulli
til sjóðsins, ef sá kostur er honum öðrum
jafn.“
All-ítarleg ákvæði em um endurkaup
aðildarlands á gjaldmiðli sfnum af sjóðn-
um eða um endurgreiðslu aðildarlands á
láni frá sjóðnum, en á einum stað segir í
stofnskránni, (V-7):
„Aðili getur keypt aftur af sjóðnum og
sjóðurinn skal selja við gulli hvem hluta,
sem vera skal, af eign sjóðsins á gjaldmiðli
hans.“
Sjóðurinn setur ekki ávallt upp jafn háa
vexti, heldur hækkar hann vexti sína þrep
af þrepi, úr því að lán til aðildarlandanna
fara upp yfir kvóta þeirra. Þegar vextir af
hluta lána aðildarlands em komnir upp í
fjóra hundraðshluta á ári, ber því að hafa
samráð við sjóðinn um endurgreiðslu
þeirra. Vextir af lánum sjóðsins era að
jafnaði greiddir í gulli.
vii. Fyrirvarar
Ef þurrð verður á gjaldmiðli í sjóðnum,
tekur gildi eftirfarandi ákvæði stofnskrár-
innar, (VII-3):
„Ef sjóðnum virðist auðsætt, að alvarleg
hætta sé á, að eftirspum eftir gjaldmiðli
aðildarlands verði umfram getu sjóðsins
til að leggja fram þann gjaldmiðil, skal
sjóðurinn ... formlega yfir lýsa, að slíkur
gjaldmiðill sé fágætur og skal upp frá því
úthluta verandi og aðfallandi eign sinni á
300