Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 146
Tímarit Máls og menningar
orð falla í garð utanríkisráðherra Noregs: „Hallvarður Lángi brýst út úr
samfélagi norrænu þjóðanna og býður auðhríngum Ameríku nákvæmlega
það sama sem Vidkun Kvíslíng vildi bjóða og bauð auðhríngum Þýskalands,
alt til þess að sigrast á róttækri verklýðsstefnu í heiminum“ og „er krossferð-
arandi hans gegn frelsurum Norðurnoregs svo sterkur að liann vill vinna til
að afhenda afgánginn af auði Noregs og fullveldi Noregs í þokkabót, í von
um að takast mætti að þjarma að Ráðstjórnarríkjunum í stríði því sem sálu-
félagar bans vestanhafs vona að íá að heya gegn þeim. Og með því spori
sem hann steig á dögunum lókst honum að þvæla hálfri Skandínavíu inn í
stríðsfélagið, og liggur nú við borð að þrjú Norðurlandanna verði bundin
aftan í stríðsvagn þann, okkur óvarðandi, sem Wallstreetbúar vilja umfram
alt aka til Kremls - sömu leið og Hitler. Það er sagt að þá sem guðirnir vilji
lortíma æri þeir fyrst“. Þetta er enn eitt er skýrir ástriðuhitann í stílnum er
Halldór í lýsingunni á Ólafi digra heggur að konungsdýrlingi Norðmanna og
reytir hann öllum fjöðrum. Svá skal hersis hefnd við hilmi efnd.
Annað mikilvægt atriði er varðar markmið Gerplu ber að nefna: Kunnugt
er hvernig nazistaforingjar í Þýzkalandi hagnýttu sér íslenzkar fornbókmennt-
ir og hetjuljóð Eddu til að bregða ljóma á hernaðarstefnu sína og fólkmorð.
Halldór vill í Gerplu ganga af þessari misnotkun þeirra dauðri. Honuin hefur
þótt tími til kominn að íslenzkar fornbókmenntir, íslenzk skáldsnilld, væru
eigi lengur stríðsæsingahetjum til brautargengis. Hann er enn einu sinni að
bera hönd fyrir höfuð Islands og reisa við heiður þjóðarinnar. Það gerir
hann í Gerplu með því að láta íslenzkar bókmenntir standa fyrir friði en ekki
styrjöld, fyrir lífi en ekki dauða. Og hér kemur ein meginskýringin á því að
skáldið velur henni hinn forna grundvöll og hin fornu klæði. Ef verk af ís-
lands hálfu átti að geta um aldur og ævi borið af því forna víkingadýrkun
varð að hasla því sama völl og fornritunum, varð það að standa þeim jafn-
fætis og vera gert af sömu snilld. Skáldið í Gerplu neitar að flytja herguðin-
um kvæði sitt.
Dulrúnir
Dulrúnir eiga heima í skáldskap. Ein af dulrúnum Gerplu er hvað höfundur
gerir brigð kvenna og skálda að algildu skapgerðareinkenni, þó að finna
megi slikri sálarfræði stað á fornum bókum. Konur „rjúfa jafnan sín heit“,
etja saman ástmönnum sínum og ráða þeim bana, „eru þar svardagar allir
hégómi og vindbóla og staðleysustafir mestir“. Hið sama eru skáld öllum
svikulli, og auðkeyptari við frægð og fé og syngja lof hverju sinni þeim
288