Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 167

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 167
Umsagnir um bækur FRÁSAGNIRÞÓRBERGS I Frásögnum Þórbergs Þórðarsonar1 gefur að líta nokkuð heillega mynd af ritgerða- sniíðum hans um hartnær fjögurra áratuga skeið, að fráteknum pólitískum ritgerðum og ádeilum. Hér birtast að nýju gamlir kunningjar sem fyrrum komu út sem sjálf- stæð rit, Indriði miðill og Viðfjarðarundr- in. Menn muna þá tíð að þegar Indriði miðill kom út 1942 þótti sumum velunnur- um Þórbergs lítið leggjast fyrir höfund Bréfs til Láru og Islenzks aðals „að vera á snöpum út um horg og bý eftir furðu- sögnum af þessu tagi“, einsog komizt var að orði í ritdómi um bókina í þcssu tíma- riti. Ekki er ósennilegt að þeir hafi hugsað eitthvað svipað um Viðfjarðarundrin, en öllum mun þó hafa verið kær inngángur- inn um Skottu og skipti hennar við mann- inn sem átti orminn. Það mun mála sann- ast að frásagnarhæfileiki Þórbergs njóti sín ekki miður í þessum bókum en öðrum verkum hans. Sínum augum h'tur hver á silfrið, en hvort sem mönnum líkar betur eða verr verður elcki fyrir synjað að yfir- skilvitlegar furður hafa leingstaf verið í för Þórbergs og gefið líf og ]it hans ágæt- ustu verkum, hvort sem lesendur hafa verið dús við þær eða ekki. Um efni og efnistök 1 Mál og menning 1972. 335 bls. met ég þó flesta þætti Frásagna hærra en Indriða miðil og Viðfjarðarundrin, ekki sízt hina fróðlegu ritgerð Lijnaðarhœttir í Rcykjavík á síðara hdmingi 19. aldar sem mikilsvert var að fá á prent að nýju; eða greinargóðar frásagnir um ströndin á Horni og harðsótt fcrðalag með strand- menn austanúr Oræfum til Reykjavikur; og kostulegar greinar aftast í bókinni um sérstæða alþýðumenn í átthögum höfund- arins forðum daga, minnisstæðar síðan Þórbergur flutti þær í útvarp fyrir fáum árum. Nokkra sérstöðu í bókinni hefur þáttur- inn Uppskera lyginnar; en þar fer höfund- urinn á kostum með kompás, sirkil og hæð- armæli og skopast ótæpilega að sjálfum sér og öðrum með hæfilegri ídýfu af eilífð- arverum. Frásögn þessi hefst með kyrrlátu spjalli á rakarastofunni hjá Kristjóni og endar í yfirskilvitlegum skæruhemaði út- um allan bæ. Hún er af því tagi sem sagt er um einstaka þjóðsögu: „óekta, uppdikt- uð“ - eða einsog fræðimenn segja um sumar fomsagnanna: „virðist vera skáld- skapurinn tómur, styðst naumast við arf- sagnir að nokkm ráði“. Það verður ekki lagt Uppskem lyginnar til lasts fremur en framangreindum bókmenntum; en vægast sagt er þar háskalega reimt. Þorsteinn frá Hamri 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.