Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 156
Tímarit Máls og menningar
raundu alþjóðlega hagsæld. Fjármunir
sjóðsins yrðu ekki notaðir til framdráttar
alþjóðlegri stöðu, sem í grundvallaratrið-
um va^ri í misvægi. Þvert á móti inundi
sjóðurinn hafa áhrif á lönd til að taka upp
stefnu á skipulegt afturhvarf til jafn-
vægis.“
Sameiginleg tillögum Keynes og White
voru fjögur grundvallaratriði, sem ráð-
stefnan í Bretton Woods féllst á: í fyrsta
lagi, stofnun alþjóðlegrar miðstöðvar, sem
í té gæti látið gjaldmiðla til alþjóðlegra
greiðslna; í öðru lagi eftirlit alþjóðlegu
miðstöðvarinnar með skráningu gengis
gjaldmiðla; í þriðja lagi umsjón alþjóð-
legu miðstöðvarinnar með upptöku óheftra
alþjóðlegra greiðslna; í fjórða lagi heim-
ild handa alþjóðlegu miðstöðinni til að
koma á framfæri tilmælum eða aðfinnslum
við lönd vegna fyrirhugaðra efnahagslegra
aðgerða, sem úr skorðum gætu sctt jafn-
vægi í alþjóðlegum greiðslum.
f báðum tillögunum var ennfremur vak-
in athygli á enn öðru atriði, í þessum orð-
um í drögum Keynes: „Áherzla verður
lögð á, að það er ekki innan verksviðs al-
þjóðlegrar skiptastofnunar að takast á
herðar byrðar af lánum til langs tíma, en
það væri tilhlýðilegt verksvið einhverrar
annarrar stofnunar. Henni er einnig nauð-
synlegt að mega halda í við óforsjálna lán-
takendur.“ í báðum tillögunum var að
auki mælt með, að myndaður yrði alþjóð-
legur gjaldmiðill, sem Keynes hugðist
gefa heitið „bancor“, en White „unitas“.
Þessum tillögum þeirra um myndun al-
þjóðlegs gjaldmiðils hafnaði ráðstefnan í
Bretton Woods. Alþjóðlegi gjaldeyrissjóð-
urinn dró að lokum fremur dám af álits-
gerð White en drögum Keynes, að svo
miklu leyti sem hann var ekki grundvall-
aður á tillögum þeirra beggja.
Meðal tillagna Keynes, sem ráðstefnan í
Bretton Woods vísaði á bug, eru tvær, sem
ekki hefur yfir fyrnzt. Það var liugmynd
Keynes, í fyrsta lagi, að fyrirhuguð alþjóð-
leg skiptastofnun yrði starfrækt sem nokk-
urs konar miðbanki heimsins. I drögum
Keynes, ÍI-5), sagði:
„Hugmyndin að baki slíkri stofnun er
einföld, nefnilega sú að fylgja í breiðum
dráttum meginreglum bankastarfsemi, eins
og þær birtast í lokuðu kerfi. Sú megin-
regla er, að kredit-upphæðir jafngildi
ávallt debit-upphæðum. Ef lán verða ekki
flutt út úr skiptakerfinu, heldur verða að-
eins færð innan þess, getur stofnuninni
aldrei veitzt erfitt að greiða ávísanir, skrif-
aðar á hana. Hún getur að vild veitt lán
til meðlims í trausti þess, að lánsféð verði
fært yfir í reikning annars meðlims. Eina
verkefni hennar yrði að fylgjast með, að
meðlimir hennar hlíti reglum og að lán til
sérhvers þeirra séu veitt, eins og hyggilegt
og ráðlegt er fyrir stofnunina sem heild.“
Það var hugmynd Keynes, í öðru lagi, að
á herðar lánadrottna og skuldunauta yrði
að jöfnu lögð sú kvöð að viðhalda jafn-
vægi í alþjóðlegum greiðslum. I drögum
Keynes, (II—7), sagði:
„Ef inneign aðildarríkis hefur verið um-
fram helming kvóta þess að minnsta kosti
eitt ár, skal það ræða við stjórnamefndina,
(en skal halda hinzta ákvörðunarvaldinu í
eigin höndum,) hvaða úrræði séu viðeig-
andi til að koma aftur á jafnvægi í alþjóð-
legum innstæðum þess, meðal þeirra:
(a) Aðgerðir til að auka innlendar lán-
veitingar og innlenda eftirspurn.
(b) Hækkun gengis gjaldmiðils síns
gagnvart bancor eða að öðrum kosti upp-
örvun til hækkunar launastigans í pening-
um.
(c) Skerðing tolla og innflutningstálm-
ana.
(d) Lán til annarra landa til atvinnu-
legrar framvindu.
298