Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
og pensil og framkvæmdi breytinguna. Þegar mannskapurinn kom úr kaff-
inu stóð á spjöldunum: Kjósið' sjálfstæða menn!
Daginn eftir voru öll spjöldin rifin niður og komu ekki önnur í staðinn.
En skömmu eftir kosningar var fimm mönnum sagt upp. Og einn af þeim
var ég. Uppsögn þessi kom mér svosem ekkert á óvart, því heimdellingurinn
á lagernum var búinn að gefa ýmislegt í skyn sem benti til að dagar mínir
þarna væru brátt taldir.
Nokkrum árum seinna sótti ég svo aftur um starf hjá Strætisvögnunum,
en fékk ekki. Og aftur og aftur sótti ég um, reyndar oftar í rælni en alvöru.
Mig langaði til að fá svar við þessari spurningu: hversu minnisgóðir eru
þeir hjá bæjarstjórnaríhaldinu? Alltaf fékk ég neitun: ekkert starf fyrir mig.
Þangaðtil loksins fyrir u. þ. b. þrem árum. Það er auglýst eftir mönnum, ég
hringi og tala við verkstjórann, sem var ungur maður og nýbyrjaður, og
skýri honum frá minni starfsreynslu. Hann ræður mig á stundinni. En dag-
inn áðuren ég á að byrja, talar hann við mig og segir, því miður, þó hann
vanti tilfinnanlega menn með reynslu í yfirbyggingum, þá geti ekki af þessu
orðið, því miður, þvi miður, hann fái þessu ekki ráðið.
Nú var ég atvinnulaus, fjórða barnið á leiðinni, kofinn einsog hann var -
ég sá frammá að þetta mannlíf mundi ekki ætla að verða eintómt grín. Svo
ég hugsa mitt ráð og kemst að þeirri niðurstöðu, að nú sé það mér fyrir
bestu að beygja inná fasta rás í einhverri iðngrein, fara og læra bifvélavirkj -
un eða vélvirkjun. Það er auglýst eftir mönnum í bílaviðgerðir á Norðfirði.
Ég ræð mig uppá þau býti, að ég vinni að bílaviðgerðum á sumrin, en fái
að læra vélvirkjun á veturna. Sel kofann fyrir lítið - enda lélegri sölumaður
en ég sennilega ekki til undir sólinni - og fer. Fyrir austan hefst svo baslið
fyrir alvöru. Utborgunin fyrir kofann nægði auðvitað ekki til að kaupa eitt-
hvað sem með herkju og hótfyndni hefði verið hægt að kalla mannabústað,
svo við urðum að leigja. Ég var svo svikinn um samninginn og mátti þakka
mínum sæla fyrir að fá vinnu í Dráttarbrautinni; atvinnuleysi var þá talsvert.
Þarna vann ég hin fjölbreyttustu störf, allt frá því að gera við bryggjukrana
og togarahlera yfirí það að svíða svið. En maður fékk aldrei alit kaupið;
einum þriðja og uppí helming var haldið eftir á þeim forsendum að Dráttar-
brautina vantaði veltufé. Þá tók að sverfa að mannskapnum. En i stað þess
að svelta og sjá börnin skjálfa af kulda jafnt í vöku sem svefni, stóð ég mig að
því oftar en einu sinni að fara út á næturnar og stela kolum og saltfiski. Og
þegar ég fékk fritt far fyrir alla fjölskylduna með togara suður til Reykjavikur,
var ég ekki lengi að kveðja kóng og prest og skutla búslóðinni um borð.
210