Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
Annars er ekkert kvæði gott nema það sé skemmtilegt, þó náttúrlega sum
frumlegheit minni fremur á bæklaðan marhnút en nokkurt kvikindi annað.
18
Ætli hann sé ekki á sunnan? - Nema, ef ekki hefðu verið þessi barnakríli
í vagninum heim, mundi ég ekkert skrifa í dag.
Þetta voru tvær litlar stelpur og einn lítill strákur. — Stelpurnar settust við
hliðina á mér. Onnur þeirra var dálítið stærri en hin. Strákurinn stóð og
fékk ekkert sæti. Hann vaggaði og gretti sig og sté ölduna eins og sjómaður.
Stelpurnar sátu lengi vel hljóðar og hreyfingarlausar. Þó kom að því að
stærri stelpan fór að rjála við tuðruna sína sem var úr einhverju vatnsheldu
efni, lokuð með snærislási og hlaupastelpu úr plasti. - Fyrst gróf hún upp
úr henni vott handklæði samanvöðlað, sem hún bað strákinn að halda á.
Strákurinn gretti sig og hélt áfram að vagga en tók þó við handklæðinu og
jók grettuna aðeins um leið. Síðan tók hún upp annað handklæði saman-
vöðlað, því sletti hún á hnjákollana á litlu stelpunni og fór aftur að þusast
með höndina á sér niðri í tuðrunni, þá dró hún upp þriðja handklæðið, vott
og saman kuðlað. Aldrei sagði hún orð en var öll sömul spriklandi í sætinu.
Litla stelpan var eitthvað að mala, en ég heyrði ekki hvað það var fyrir sakir
háværðar tveggja sjómanna aðeins hýrðum af víni.
Þessi böm, ætli þau séu ekki systkini? Og ætli þau hafi ekki verið að
koma úr þrifabaði? Guð var rétt nýbúinn að skapa þau og við höfðum ekki
ennþá fengið tíma til að gera þau að leiðindaskjóðum. — Þessi börn, það eru
þau sem stýra penna mínum í dag. — Guð varðveiti þessi börn.
Þegar öll handklæðin voru komin upp úr tuðrunni, þá pakkaði stelpan
þeim niður á nýjan leik og lokaði lienni. - Þetta var gráblá tuðra.
Aldrei vissi ég að hverju stelpan var að leita. — Kannski hún hafi bara
verið að leita sér afþreyingar.
Þessi börn. — Það eru þessi börn, sem gera lífið þess virði að því sé lifað.
19
Það er ekkert peysufataveður í dag. Mikið anzi er hann hvass. Ég var á gangi
niðri í Austurstræti þegar ein lítil kelling kom fjúkandi fyrir húshorn og út
á miðja götu. Hefði ég ekki átt nóg með sjálfan mig í vindinum, þá mundi
ég sennilega hafa reynt að hjálpa henni, en sem sagt: mikið anzi er hann
hvass.
180