Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 117
FramtíSarhorjur í bókaútgáju
hennar og sköpunarafli. Auglýsingar bókaútgefenda hljóta að vera valbundn-
ar og taka mið af skýrt afmörkuöum hópi. Af þessu leiðir m. ö. o., að enda
þótt áætlunargerð sé varhugaverð fyrir bókaútgefendur, er hún nauösynleg
fyrir bóksala. Þetta er í rauninni ástæðan til þess, að bókaklúbbar, farand-
bóksalar og sala til áskrifenda eru alvarlegir keppinautar bókabúða í hefð-
bundnum stíl. Þessar söluaðferðir miða allar að því að nálgast kaupendur,
sem valdir liafa verið úr eftir ákveðnu kerfi eða eru að minnsta kosti ekki
nafnlaus hópur. í Bandaríkjunum hafa þessar söluaSferðir orðið því um-
svifameiri sem hinu hefðbundna dreifingarkerfi er meira ábótavant. Þetta
gerir dreifingarkerfi bandarískra útgefenda geysidýrt og auglýsingakostnaÖ
óheyrilega mikinn, jafnvel svo að hann getur orðið meira en 10% af heild-
arkostnaði. KerfiS er svo árangurslítið, að til tjóns getur talizt, því að út-
gefendur eru ekki í neinu sambandi við hina raunverulegu eða væntanlegu
viðskiptavini sína, og ekki er hægt að koma við neinni áætlunargerð við smá-
söludreifinguna.
Af öllum þeim, sem við bókiðnaS fást, er bóksalinn sá eini, sem er í beinu
sambandi við lesandann. Hann er ef svo má segja hinn næmi þreifiangi kerf-
isins. Bóksalinn er eins og hermaður í fremstu víglínu, sem gerirhvort tveggja
í senn: framkvæmir skipanir yfirmanna sinna og lætur þeim í té upplýsingar
um vígvöllinn, óvinina, þarfir sínar og gang orustunnar, og á einnig sinn þátt
í að undirbúa síðari fyrirskipanir, sem síðan verða framkvæmdar: hann
er umboðsmaÖur úlgefandans, en verður jafnframt að vera leiÖbeinandi
hans og ráðgjafi. Birgðir hans af nýútkomnum bókum ættu að gera hon-
um kleift, ef ekki að gera lýðum ljóst, að bókmenntir eru ekki einungis
sagnfræðilegt fyrirbrigði eða endalaust viðfangsefni gagnrýnenda, þá að
minnsta kosti að ákveða hvað sé lífvænlegt í bókmenntunum og haga sér í
samræmi við það.
Þau tvö meginviöfangsefni, sem ættu að ráða stefnu bóksalans, og þó
öllu fremur aðlögun hennar aS umhverfinu, eru að mynda sér skoöun á því,
af viðbrögöum fyrstu kaupendanna, hvaða bækur séu líklegar til að halda
velli, og finna síðan meðal almennra lesenda þá lesendur aðra - hina „föstu
lesendur“, ef svo mætti segja, sem koma í kjölfar hinna fyrstu - sem eru að
bíða eftir þessari bók og munu veita henni fulltingi sitt.
Bókaverzlun verður að skipuleggja og stjórna eftir því hvort hún er í stórri
borg og á tilveru sína undir mannfjöldanum, sem leið á framlijá, eða alhliða-
hókabúð í smáþorpi, eða í fjölverzlunarhúsi í íbúðarhverfi. En hvar svo sem
hún er staÖsett verÖur bóksalinn að hafa þrennt nauösynlegt í huga: að leita
259