Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
verzlana og endurskoðun á ábyrgðarhlutverki þeirra. En ef þetta á að vera
framkvæmanlegt, má þj óðfélagið, sem þeim er ætlað að þj óna, ekki misskilj a
hlutverk þeirra.
Almennar skoðanir á tilgangi bókaverzlana.
Frá sjónarmiði tölfræðinga eru bækur sem verzlunarvara dregnar í dilkmeð
húsgögnum, skófatnaði, járnvörum, vefnaðarvörum og öðrum varningi, sem
ekki telst til matvæla. Þeir líta á bóksala sem bókakaupmenn - þ. e. smásala,
sem verzla með hluti framleidda úr hráefni, sem nefnist pappír, og unna
með sérstakri tækni í verksmiðjum, sem nefnast prentsmiðjur. Frá efna-
hagslegu sjónarmiði eingöngu verður að viðurkenna, að þessi skilgreining
á bóksala sé eins góð og hver önnur.3
Yfirvöldin hafa ekki alltaf sýnt sama hlutleysi og tölfræðingarnir gagn-
vart bókabúðunum. Bækur eru ekki aðeins hlutir gerðir úr pappír, heldur
einnig miðill til að flytja hugsanir milli manna. Bóksalarnir, sem dreifa
þeim, eru í varnarlausri stöðu á enda þeirrar samgönguleiðar, sem dreifir
upplýsingum og menningu inn landið. Sú staða hlýtur óumflýj anlega að
draga að sér athygli, raska ró yfirvaldanna og vekja hjá þeim löngun til
að hafa áhrif á dreifingu j afnhættulegs og áhrifamikils varnings og bækur
eru. Alla tíð síðan bókabúðir komu til sögunnar, hafa einræðisstjórnir gert
sér allt far um að fjötra þær í viðjar strangra reglugerða og fyrirmæla.
Það má því með fullum rétti segja, að yfirvöldin geri sér grein fyrir
eðli og tilgangi bókasölu að því leyti einu sem hún er hluti af hópstarfsemi,
er þau telja mikilvæga: þ. e. smásala til dreifingar á upplýsingum og menn-
ingu. Þessi hópstarfsemi nær óumdeilanlega til bóksölunnar, en að líta á
bókabúðirnar einungis sem slíka starfsemi er að gefa ranga mynd af starf-
semi þeirra, afskræma hana og svipta hana hinu sanna eðli sínu. Það er
ekki lengur litið á þær í heild sem neitt sérstakt fyrirbrigði. Þær standa höll-
um fæti bæði að því er snertir magn og gæði.
Misræmið að því er magnið snertir stingur ef til vill mest í augun. Bóka-
búðir eru gildur þáttur í lífi samfélagsins eins og sjá má glöggt á því hve
áberandi þær eru í götumynd borganna og þá ekki síður hinu, hve miklum
tíma ákveðinn hluli þjóðarinnar eyðir í lestur bóka, sem hann kaupir í
bókabúðum. En ef við lítum á sjálfa söluna, verðum við að viðurkenna, að
þær eru ekki í hópi öflugustu smásöluverzlana. Umsetning þeirra er ekki
sambærileg við það, sem gerist í matvöruverzlunum, eða jafnvel verzlunum,
sem selja hreinlætistæki eða heimilistæki. Ef við lítum enn fremur á þær
254