Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 157
Báðar þessar tillögur Keynes hafa öðru
hverju skotið upp kolli í uraræðunum um
starfsemi Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins.
iii. Stefnumiðin
í stofnskrá Alþjóðlega gjaldeyrissjóðs-
ins, (I), eru markmið hans sögð vera
þessi:
(i) Að hafa forgöngu um alþjóðlega
samvinnu í peningamálum fyrir atbeina
varanlegrar stofnunar, sem aðstöðu veitti
til samráðs og samstarfs um alþjóðleg pen-
ingavandamál.
(ii) Að auðvelda aukningu og alþættan
vöxt veizlunar á milli landa og stuðla
þannig að fyrirgreiðslu og varðveizlu hás
stigs atvinnu og tekna í reynd og þróun
framleiðslugagna allra aðila sem megin-
markmiðum í efnahagsmálum.
(iii) Að hafa forgöngu um stöðugleika
gengja, að viðhalda skipulegri tilhögun
gengja meðal aðildarríkja og að forðast
samkeppni um lækkun gengja.
(iv) Að veita liðsinni til að koma á
stofn alhliða greiðslukerfi með tilliti til
rekstrarfærslna á milli aðildarríkja og til
að fella niður gjaldeyrishöft, sem torvelda
vöxt heimsverzlunarinnar.
(v) Að vera aðildarríkjum til trausts og
halds með því að hafa fjármuni sjóðsins
þeim til reiðu gegn nægri tryggingu, svo að
þeim gefist tækifæri til að færa í lag mis-
fellur í greiðslujöfnuði sínum án þess að
grípa til aðgerða, sem sliga munu þjóð-
lega eða alþjóðlega hagsæld.
Þessi stefnumið hefur Alþjóðlegi gjald-
eyrissjóðurinn þannig haft sér til leið-
sagnar.
iv. Kvótar aSildarlandanna
Aðild að Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum
geta einungis átt ríki, að á er kveðið í
stofnskrá hans, (II—2):
„Aðild skal vera heimil ríkisstjórnum
ALþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn
annarra landa á slíkum tíma og í samræmi
við slíka skilmála sem sjóðurinn kann að
mæla fyrir.“
I stofnskránni eru ákvæði um hlut að-
ildarlandanna að sjóðnum í samræmi við
stærð þeirra, fólksfjölda og efnahagslega
stöðu. Þau lúta að hlutdeildum eða kvót-
um, sem sjóðurinn ákvarðar aðildarlönd-
um sínum. Kvótamir gegna þreföldu hlut-
verki. Þeir segja til um: stofnfjártillög að-
ildarlandanna til sjóðsins; atkvæðamagn
aðildarlandanna innan sjóðsins: og afnota-
rétt aðildarlandanna af fjármunum sjóðs-
ins. Um ákvörðun kvótanna segir í stofn-
skránni, (III—1 og 2):
„Sérhverjum aðila skal ákvarðaður kvóti
... Sjóðurinn skal á fimm ára fresti end-
urskoða og gera tillögu um að samræma
kvóta nðilanna, ef hann telur það tilhlýði-
legt . . . engum kvóta skal breyta án sam-
þykkis viðkomandi aðila.“
Þar eð aðildarlöndin era ójöfn að efna-
hagslegum styrk, eru kvótar þeirra ákaf-
lega misstórir.
v. Fjármunir sjóðsins
Um greiðslu aðildarlandanna á stofntil-
lögum segir í stofnskránni, (III—3):
„Sérhver aðili skal greiða í gulli að lág-
marki hið smærra af (i) tuttugu og fimm
hundraðshlutum kvóta síns; eða (ii) tíu
hundraðshluta gulls eða Bandaríkjadoll-
ara í opinberum hirzlum sínum ... Sérhver
aðUi skal greiða afgang kvóta síns i eigin
gjaldmiðli sínum.“
011 tUlög tU sjóðsins renna til gjaldeyris-
eignar hans. Að miklu gagni kemur þó
sjóðnum aðeins hluti tillagnanna. Hjá
sjóðnum hlaðast oft upp gjaldmiðlar landa,
sem eiga við þrálátan greiðsluvanda að
etja, unz löndin kaupa þá sjálf aftur. Nýt-
anlegir fjármunir sjóðsins eru þannig öðru
fremur guU og gjaldmiðlar landa með
greiðsluafgang. Við þá fjármuni sína getur
299